hæ hæ - ég er rétt vakandi núna til að borða. Gabríel sefur núna, en hefur ekkert verið neitt duglegur við það undanfarið. Svo ég verð hreinlega að spila inn á svefntímann hans og aðlaga mig og minn svefn eftir því. Þar af leiðandi geri ég fátt annað en að fóðra, sofa og eta. Ég fattaði það on the hard way að hlutirnir ganga hreinlega ekki upp öðruvísi. Þar af leiðandi vil ég afsaka myndleysið, en ég vona að það reddist fljótlega.
Annars er það að frétta að neysluvatnskúturinn er kominn, og hann verður tengdur í dag!! Og frystikystan er í lagi, tóm, en í lagi. Ég hafði áhyggjur af því að hún yrði ekki nothæf eftir þetta dæmi (vegna lyktarinnar) en Hjölli snillingur reddaði þeim málum með alls kyns efnum og græsi!!
Tíkin er yndisleg að vanda, passar okkur Gabríel á nóttu sem degi. Hún verður alltaf mjög áhyggjufull ef hann grætur (eða er í frekjukasti - nóg er af henni í þessum litla búk - why?? skil ekkert hvaðan barnið hefur hana....) hún hleypur þá á milli okkar Hjölla og finnst við stundum afar sein í hreyfingum.
Svo lífið lítur vel út hjá litlu fjölskyldunni á Fáskrúðsfirði!
1 ummæli:
Innilega til hamingju með strákinn, ég var að skoða myndir af honum, hann er algjört krútt (eggjastokkarnir klingja hjá mér).
Gangi ykkur vel með hann, og hafið það sem best öll saman.
Kveðja úr Ameríkuhreppnum
Solla
Skrifa ummæli