Jæja svo Kítara á biðil! Fór allt í háaloft áðan þar sem eitt vesælt búff heyrðist utan úr garði, var þá þar kominn obosslega sætur hundastrákur sem var afskaplega hrifinn af dömunni, og vildi ekkert með okkur mannfólkið hafa. Hann er ómerktur, og hafði bara einn áhuga (greinilega enginn séntilmaður sá) Kítara var nú ekki alveg á þeim nótunum, en er samt voða sorry yfir að fá ekki að vera lengur úti að leika við strákinn. En hann hangir núna fyrir framan hurðina okkar með sínar hugsanir og langanir. Kítara átti ekki að fá strákasprautu fyrr en núna 20 janúar, en það er greinilega þörf á henni núna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli