föstudagur, janúar 21, 2005

Til hamingju með daginn bóndar!

Jamm - ég er að baka og færði mínum manni blóm áðan þegar ég kom heim úr labbó. Ég er svo myndarleg húsmóðir :-)
Sonurinn sefur og etur, þyngist og stækkar. Algjör engill. Hann er núna farinn að sofa aftur eins og hann gerði, svo ég fæ næga hvíld núna.
En það er ekkert hægt að labba úti, það er allt undir einni klakabrynju úti, þegar hundurinn stendur ekki í sínar fjórar fætur þá er hæpið að ég standi í mínar. Annars ætla ég alltaf að taka með mér vídeóvélina og taka myndir af henni, því hún skautar svo flott á ísnum, og stundum þá siglir hún yfir svellið á maganum með sínar fjórar spírur í allar áttir.
Með betri svefntíma sonarins þá er ég byrjuð á fullu í námsefninu. Líst bara þokkalega vel á þetta, og hlakka til að takast á við verkefni vetrarins.

Engin ummæli: