sunnudagur, janúar 23, 2005

Allt í góðum gír

nema ég er að verða vitlaus á þessum kulda og þessum klaka alls staðar! Það er hvergi hægt að fara út og labba almennilega því maður stendur ekki á fótunum.
Annars var helgin fín. Bökuðum allt of stóra köku á föstudaginn, og buðum Gumma og Rímu í kaffi á laugardaginn. Þau voru hress og sonur þeirra Hartmann var afskaplega hress og hrifinn af tíkinni, enda er hann orðinn það gamall að hún getur "notast" við hann í boltaleik - svaka gaman !! En mér finnst það skuggalegt hvað þau eru fljót að stækka. Síðast þegar ég sá Hartmann hvar hann helmingi minni og léttari. Minnir mig bara á hvað minn kemur til með að stækka hratt.
En ég er búin að vera dugleg að læra og Gabríel hjálpaði til - eins og sést hér
Annars hef ég lítið náð að vera á msn, sakna þess að kjafta við fólk á msn, og finnst ég nokkuð vera að detta út úr því sem er að gerast. Svo mig vantar tölvupósta um hvað sé að gerast!! Ég næ að halda mér við með að lesa bloggin.
Annars hef ég verið að dunda mér við að horfa á nýja þætti sem heita Lost, fólk sem lendir í flugslysi á eyðieyju - mega spennandi - bara netið ekki nógu hratt og ekki nægilega mörg slot! Og svo þættir sem heita 5 Days to Midnight. Byrja ágætlega - lofa góðu. Þetta dunda ég mér við að horfa á þegar ég er að næra soninn.

Engin ummæli: