laugardagur, janúar 08, 2005

Gabríel Alexander

Nafn drengsins er komið á hreint. Þó margir vilji sjá hann heita Stormur, Fannar eða Bylur (því jólanóttin var ekki svo veðurbesta) þá vil ég endilega leyfa fólki að heyra nafn hans svo þessi nöfn festist ekki við hann. Gabríel Alexander Hjörleifsson. Við vorum búin að ákveða þetta nafn fyrir löngu síðan, eins og jafnvel margir muna eftir þá voru stelpu nöfn ekkert rædd því Hjölli var alveg með það á tæru að þetta væri strákur.
  • Gabríel: Nafn þetta er biblíunafn komið úr hebresku og merkir hetja guðs.
    Gabríel er einn helsti af englum guðs og af sumum talinn vera fyrsta sköpunarverkið.
  • Alexander: Nafn þetta er upprunnið úr grísku og er sett saman úr forliðnum "aléxein" sem merkir vernd, "anér" sem merkir ef og "andrós" sem merkir maður.
    Alexander er því verndari.

Þessar lýsingar eru komnar af Mannanöfn.com, Merking íslenskra nafna

Nú eru hlutirnir farnir að ganga nokkur sjálfkrafa. Við erum búin að taka upp úr töskum, og flokka og ganga frá.
Hjölli er búinn að ganga frá áföllum við heimkomuna, en aðkoman var ekki alveg eins og maður hefði óskað sér. Neysluvatnskúturinn hafði bilað/eyðilagst og slegið út rafmagninu á kjallaranum. Sem hefði kannski ekki verið mikið mál ef frystikistan hefði ekki verið tengd inn á þá grein rafmagnsins í húsinu, og þar af leiðandi hafði hún afþýtt sig einhverntímann í desember (á lyktinni að dæma ekki nýlega) og allt í henni ónýtt. Tryggingarnar borga eitthvað sem betur fer, en við urðum að punga út fyrir nýjum kút. Kúturinn er kominn en nú vantar pípara til að tengja, ég er farin að þrá að komast í almennilega sturtu. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er neysluvatnskúturinn sá sem inniheldur heita vatnið okkar. Það er nóg af köldu vatni í krananum og þetta er alveg óháð hita hússins.

Engin ummæli: