Mamma og pabbi koma þar fram - obbosslega sæt bæði tvö. Endilega kíkið á þáttinn þið sem hafið ekki séð hann, en hann er að finna á www.ruv.is þetta er þátturinn sem sýndur var sl sunnudag. En ég vil að það komi fram að það sem sagt er um fuglalífið er bull og kjaftæði. Maðurinn sem stjórnaði þættinum hefði mátt athuga staðreyndir aðeins betur áður en hann lét þetta flakka í sjónvarpinu. Hann reyndar býr með náttúruverndarsinna svo hann er ekki hlutlaus í þessum málum. En nóg um þetta. Mamma og pabbi eru bæði svo sæt að endilega kíkið á þau!!
Já Gabríel dafnar og dafnar. Dagarnir hjá mér eru mismunandi, fer eftir því hvernig mér líður sjálfri. Er rosalega viðkvæm suma daga en aðra líður mér alveg stórvel. Hjölla grunar að ég sé með snert af fæðingarþunglyndi og það er alls ekki ólíklegt, miðað við einkennin, og hvernig mér líður dags daglega.
Mér líður vel í dag. Mér leið illa í gær, og enginn veit hvernig mér kemur til með að líða á morgun. Ég á það til að hugsa síðast um sjálfa mig, eiginlega bara allt of oft. Verð bara að passa mig - eitt er víst: ég á yndislegasta son í heimi!!
2 ummæli:
Hmm, skapið fer upp og niður. Kannast við það. Endilega halda áfram að vera á varðbergi fyrir þunglyndi. Gott að vita að Hjölli hugsar um þig, elskan mín.
Ég sá einmitt Í brennidepli og langar mig að taka fram að hún Sunna systir var einmitt mikið í mynd þarna í dagblaða umfjöllununni. :D Pabbi þinn og mamma tóku sig vel út, ekki spurning.
Knúsaðu litla gorminn frá mér - þúsund kossar til ykkar!
Þú skalt endilega kíkja til læknis ef þú ferð að finna fyrir fæðingarþunglyndi, með því gerir þú það besta bæði fyrir þig og Gabríel. Ég fann fyrir þunglyndi þegar Arndís var orðin tæplega hálfs árs en ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir á. Hefði átt að tala við einhvern. Sem betur fer leið það hjá fljótlega en það er svo misjafnt hversu lengi þetta varir.
Skrifa ummæli