Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Dóa
Hún á afmæli í dag!!!
sunnudagur, febrúar 27, 2005
laugardagur, febrúar 26, 2005
Gabríel "Live" á netinu
Það er búið að vera svo gaman hjá okkur Gabríel þar sem við vorum í tölvunni að tala við fólk á msn. Ég tengdi videóvélina sem webcam og sat svo með guttann í fanginu. Það verður að gera eitthvað þar sem fólk er ekki mikið á flakki á þessum árstíma, og margir mikla það ótrúlega fyrir sér að koma alla leið hingað austur (taki það til sín sem eiga). En montrófan ég fíla það að geta sýnt gripinn almennilega.
Mér líður afskaplega vel þessa dagana. Við mæðgin sofum vel, erum hress og ánægð með tilveruna. Þegar ég ákvað að pása skólann þá létti yfir öllu og stærstu ákvarðanir eru núna hvort ég eigi að setja í þvottavél núna eða seinna (og ef ég bíð með það þá kannski þarf ég þess ekki) og ég hef þar af leiðandi meiri tíma fyrir mig, þegar hann sefur, og get hvílt mig meira og notið þess að vera til.
föstudagur, febrúar 25, 2005
fimmtudagur, febrúar 24, 2005
Gabríel Alexander 2 mánaða í dag!!!
Hann sonur minn Gabríel Alexander er 2 mánaða í dag! Þessir tveir mánuðir hafa verið ekkert smá fljótir að líða, og hann hefur stækkað alveg rosalega mikið! Hvernig verður hann eftir aðra tvo??
Brjálæðislega gott veður!
Búið að vera þannig undanfarna daga. Ég hef notið þess hve sonur minn er þægur að sofa eftir morgundrykkinn sinn, því þá hef ég getað nýtt þann tíma til að fara í góðar gönguferðir með tíkina. Svo eftir hádegi hef ég farið með soninn í vagni og gegnið hringinn um bæinn!
Kynntist Sigrúnu í fyrradag. Hún er upprunalega úr R-vík, '74 módel, aðflutt, á 5 mánaða gamalt barn og leiðist. Loksins manneskja sem er á sama leveli og ég, manneskja sem er á sömu bylgjulengd og ég og mínar vinkonur! Hún reyndar segist ekki ætla að búa hér stundinni lengur þegar dóttir hennar sem er 12 ára klárar skólann í vor. Það verður bara að koma í ljós.
Ég er komin með smá Reykjavíkur fráhvarfseinkenni. Held samt að þetta sé frekar kaffihúsaslúðurs fráhvarfseinkenni. Held að þetta sé vegna vorfílíngs sem er í gangi. Fæ alltaf kláða í puttana til að breyta til - gera eitthvað, þegar vorið nálgast.
miðvikudagur, febrúar 23, 2005
Rítalín töflur
Hæ allir
í gær urðum við Hjölli heldur hissa þegar við vorum að fara af stað til Egs. Hann var að hleypa tíkinni inn í búrið sitt í bílnum þegar hann rekur augun í 2 stk af rítalín töflum. Þær voru innpakkaðar í pakkninguna sína, greinilega klipptar út úr spjaldi. Bíllinn hefur ekki verið læstur, svo hver sem er hefði getað opnað afturhlerann og hent þessum töflum inn í búrið hennar. Ok, það er talað um hve hress hún er, og margir eru hræddir við hana sökum ærslagangsins. En commonn!! Maður gerir ekki svona!! Ef hún hefði fundið þessar töflur sjálf, þá hefði hún etið þær, hefði sennielgast ekki drepist en henni hefði ekki liðið vel af þeim. Róast jú, hefði tilganginum þá verið náð? Eru þetta skilaboð til okkar Hjölla um að gera eitthvað róttækt við hana til að róa hana, eða hrein skilaboð um að hún sé óþolandi? Hún hefur nú ekki verið mikið fyrir fólki þar sem hún sleppur aldrei út. Mér finnst þetta bara leiðinlegt. Og ef fólk hefur eitthvað á móti okkur Hjölla þá eiga dýrin ekki að gjalda fyrir það.
mánudagur, febrúar 21, 2005
Námsleyfi
Jæja - ég ákvað að láta slag standa og hringdi í HR, spurði hvernig það væri ef ég segði mig úr báðum áföngum þessa önnina, hvort ég gæti tekið upp þráðinn aftur í haust. Það var lítið mál, er skráð í "námsleyfi" núna. Glata peningunum, en einhvernveginn er mér alveg sama um þá. Er bara ánægð með að vera ekki "hætt" í skólanum.
Þetta er svolítil ljúfsár gleði, mér þykir svo gaman í skólanum, ég var svo stolt af því að hafa komist þar inn. Og finnst leiðinlegt að þurfa að hætta. En á móti þá hlakka ég til þess að geta hætt að hafa áhyggjur af þessu, notið þessa samverustunda með syni mínum, alveg frjáls og ekkert sem kallar eða skyldur sem bíða eftir mér! Skólinn verður þarna enn, eins og hún Ásrún sagði sem sér um fjarnema "ég verð hérna í haust, hafðu bara samband"
Sonur minn er algjört æði, þó ég segi sjálf frá. Hann er farinn að grípa hluti!!! Smá sælustund í morgun þegar hann tók af mér dótið og auðvitað kom í hugann "sonur minn er snillingur" en hvaða mamma hugsar ekki svoleiðis um ungann sinn!
sunnudagur, febrúar 20, 2005
Konudagurinn
Til hamingju með daginn konur! Yndislegur dagur hérna fyrir austan. Veðrið alveg frábært, sól og blíða! Gabríel svaf vel í nótt, við sváfum öll frameftir, úthvíld og hress.
Kjörinn dagur í góðar gönguferðir, sem við nýttum okkur. Komum við á kökubasar, Hjölli splæsti rjómatertu - yummie! Og á Hótel Bjargi var kaffi í tilefni dagsins. Rosalega flottar kræsingar þar, rjómatertur, brauðtertur, heitir réttir svo eitthvað sé nefnt. Og minn maður bauð mér þangað. Afskaplega næs. Gabríel lék við hvern sinn fingur í boðinu. Þvílíkt hress og kátur á meðal fólksins.
laugardagur, febrúar 19, 2005
piparkökur og kaffi
sit hérna og sötra ljúffengt kaffi og maula piparkökur með. Sonurinn sefur, hundurinn sefur og Hjölli er í tölvunni. Var að koma inn úr fínum labbó með Hafdísi og Jeltsín. Gott veður, og sálartetrið er í góðu jafnvægi. Enda svaf ég líka vel í nótt.
Hefi ákveðið að segja mig úr skólanum þessa önnina. Vona að ég fái að taka upp þráðinn næsta haust. Ég var búin að ákveða að segja mig úr öðrum áfanganum, en svo endaði ég andvaka þegar ég fór að hugsa um hvað ég væri orðin á eftir í hinum áfanganum, þá fattaði ég að ég læt þetta stressa mig allt of mikið. Enda vil ég njóta tímans með syni mínum, hann verður bara jú einu sinni svona pínu lítill og þessir fyrstu mánuðir eru jú mikilvægir.
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Update
hæ aftur elskurnar mínar. Það virðist sem þegar ég ætla að setjast hérna niður og blogga þá gerist eitthvað sem veldur því að ég næ varla að logga mig inn. Næ að blogga fyrir Gabríel og svo smelli ég á bloggið mitt og "create a new post" þá vaknar hann, eða dyrabjallan hringir eða ég fer til Egilstaða....
Semst síðan á föstudaginn er búið að vera nóg að gera. Meiriháttar gaman á laugardaginn þegar Þórhalla systir og Lalli maðurinn hennar komu óvænt í heimsókn. Mér finnst gaman að fá fólk í heimsókn (hint hint)
Sunnudagurinn var Sex and the City dagur. Ég semst gerði afar fátt en að kúra í lazyboy með strákinn eða án stráksins og horfa á Sexið með poppi, súkkulaði og látum. Hjölli eldaði svo dýrindis læri til að fullkomna daginn.
Mánudagur - Valentínusardagur - var fínn. Við Hjölli höldum ekki upp á Valentínusardag, en höldum í gamlar hefðir með bónda og konudag. Við nýttum daginn til að skreppa upp á Egs. Kíktum í BT og Bónus. Málið er að ég hafði heyrt þess getið að bleyjukaup séu miklu hagstæðari í Bónus, og það borgi sig að keyra jafnvel til Egs gagngert til að versla þær, og það er alveg satt. Mér finnst það mikill verðmunur þegar það er komið upp í 1000,- mun!!! Ég keypti 3 pakka, með 70 stk í hverjum semst 210 stk og sparaði mér 3000.- og ég fer með 1000,- í bensín - fram og til baka! Auk þess sem þurrmjólkin er líka ódýrari, seld í stærri skömmtum (og er samt ódýrari) - hamstraði vel af því líka!!!
Í gær var yndislegt veður. Fór í 2 góða göngutúra. Með tíkinni fyrir hádegi og svo fórum við Gabríel eftir hádegi. Geggjað dugleg...
föstudagur, febrúar 11, 2005
Úr ýmsum áttum....
Strax aftur kominn föstudagur. Vikan fljót að líða, eins og allar hinar. Það sem gerðist þessa vikuna var að ég bakaði bollur á bolludaginn!!! Var með vanillurjóma, jarðaberjarjóma og venjulegan rjóma, ásamt sultum til að setja á milli! Geggjað góðar þó ég segi sjálf frá! Hjölli hafði talað um hvað hann væri mikill bollukall svo ég bakaði um 30 stk af bollum - en minn maður borðaði bara 2 í kaffinu!! svo við buðum Gumma og Rimu í bollukaffi, og gerðu þau bollunum góð skil.
Hjölli var á milljón um helgina sl í SamAust keppninni eins og áður hefur komið fram. Hann er nú að búa til dvd disk frá tónleikunum, þar sem hann tók hana upp líka á vídeóvélina okkar. Mega flott hjá honum. Þetta er svo krakkarnir sem tóku þátt, og allir sem vilja geta eignast eintak af keppninni, sem var víst rosalega flott og skemmtileg í alla staði.
Við skelltum okkur upp á Egilstaði á miðvikudaginn, bara svona upp á fönnið. Loksins gott veður og aðallega gott færi. Versluðum, og nutum þess að breyta um umhverfi þó stutt væri.
Í gær var 6 vikna skoðun Gabríels, þó hann sé reyndar orðinn 7 vikna, þá var ljósan ekki við sl viku. Hann fékk flotta skoðun, hefur lengst um 7 cm (semst 1 cm á viku) og er núna 5320 gr (semst þyngst um nærri 2 kg síðan hann fæddist) "flottur strákur" sagði læknirinn - við mjög svo stolta móður!
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Kaffi.. algjört möst
góðan daginn, eða frekar segi ég bara hæ, því ég hef ekki fengið kaffið mitt í morgun, og þó er ég búin að gefa stráknum að borða, fara í sturtu og út með tíkina, og sest hérna niður til að slaka á í smá stund. Af hverju er ég ekki búin að fá mér kaffi spyrja sennilegast margir, en það er vegna þess að ég á að fasta fyrir blóðprufu sem ég fer í á eftir.
Málið er að áður fyrr hugsaði ég með mér að það yrði hræðilega erfitt fyrir reykinga manneskjuna að setjast niður hérna fyrir framan tölvurnar og kveikja sér ekki í sígó! En það kom svona líka hryllilega aftan að mér að það væri helmingi erfiðara að setjast niður hérna og athuga póstinn og nýjusta slúðrið á bæjarbloggum Fáskrúðsfjarðar og hafa ekki kaffibollann, rjúkandi, ilmandi, hlýjandi, seðjandi, hversdagsleikaeyðandi, dagdraumagefandi, gefandi lífinu lit og tilgang, í hendinni....
Málið er að áður fyrr hugsaði ég með mér að það yrði hræðilega erfitt fyrir reykinga manneskjuna að setjast niður hérna fyrir framan tölvurnar og kveikja sér ekki í sígó! En það kom svona líka hryllilega aftan að mér að það væri helmingi erfiðara að setjast niður hérna og athuga póstinn og nýjusta slúðrið á bæjarbloggum Fáskrúðsfjarðar og hafa ekki kaffibollann, rjúkandi, ilmandi, hlýjandi, seðjandi, hversdagsleikaeyðandi, dagdraumagefandi, gefandi lífinu lit og tilgang, í hendinni....
sunnudagur, febrúar 06, 2005
Þreytuleg sæla
er það sem tímanum líður! Ég er td farin að blogga hræðilega sjaldan, ég sem var vön að láta í mér heyra daglega.
En sl dagar hafa verið frekar strembnir. Gabríel var eitthvað órólegur í maganum = lítill sem enginn svefn. Svo er það að lagast núna, eða er komið í lag, nema þá er að koma sólarhringnum í lag aftur, gengur svona la la. Ég er að reyna að hreyfa mig aðeins, fara út að labba, þegar ég fæ smá stund til þess, en er að finna fyrir því að líkaminn er ekki alveg í sama farinu og áður, finn enn til í grindinni, og það er að bætast við sár verkur í mjóbakinu líka, ekki glöð með það. Hjölli var lítið heima sl tvo daga þar sem hann var að aðstoða félagsmiðstöðina hérna með að halda söngvakeppni fyrir Austfirðina, og singstar keppnin var líka. Enn tek ég ofan fyrir einstæðrum mæðrum, og vil að þær fái verðlaunapening fyrir að vera hreinlega ofurkonur nútímans. Því ég fékk nasaþefinn af því að vera ein með barn núna sl tvo daga, og það var ekki til að hrópa húrra yfir. Ég myndi sennilegast þurfa að losa mig við tíkina og ekki vera í skóla ef ég væri ein. Reyndar hefur lærdómurinn farið svona upp og ofan, vegna þess að ég hef hreinlega ekki verið í ástandi til að læra, Gabríel vakandi, of þreytt, Gabríel vakandi og svo allt hitt sem þarf að gera á heimili. Sem betur fer er ekki mikið af speglum hérna hjá mér, langar engann veginn til að sjá framan í mig núna.
En núna ætla ég að nýta eitthvað af eftirlifandi orku (og svefntíma Gabríels) í að rumpa verkefni af sem á að skilast á morgun.
Heyrumst vonandi fljótlega aftur.
En sl dagar hafa verið frekar strembnir. Gabríel var eitthvað órólegur í maganum = lítill sem enginn svefn. Svo er það að lagast núna, eða er komið í lag, nema þá er að koma sólarhringnum í lag aftur, gengur svona la la. Ég er að reyna að hreyfa mig aðeins, fara út að labba, þegar ég fæ smá stund til þess, en er að finna fyrir því að líkaminn er ekki alveg í sama farinu og áður, finn enn til í grindinni, og það er að bætast við sár verkur í mjóbakinu líka, ekki glöð með það. Hjölli var lítið heima sl tvo daga þar sem hann var að aðstoða félagsmiðstöðina hérna með að halda söngvakeppni fyrir Austfirðina, og singstar keppnin var líka. Enn tek ég ofan fyrir einstæðrum mæðrum, og vil að þær fái verðlaunapening fyrir að vera hreinlega ofurkonur nútímans. Því ég fékk nasaþefinn af því að vera ein með barn núna sl tvo daga, og það var ekki til að hrópa húrra yfir. Ég myndi sennilegast þurfa að losa mig við tíkina og ekki vera í skóla ef ég væri ein. Reyndar hefur lærdómurinn farið svona upp og ofan, vegna þess að ég hef hreinlega ekki verið í ástandi til að læra, Gabríel vakandi, of þreytt, Gabríel vakandi og svo allt hitt sem þarf að gera á heimili. Sem betur fer er ekki mikið af speglum hérna hjá mér, langar engann veginn til að sjá framan í mig núna.
En núna ætla ég að nýta eitthvað af eftirlifandi orku (og svefntíma Gabríels) í að rumpa verkefni af sem á að skilast á morgun.
Heyrumst vonandi fljótlega aftur.
Hratt hratt hratt
er það sem tímanum líður! Ég er td farin að blogga hræðilega sjaldan, ég sem var vön að láta í mér heyra daglega.
En sl dagar hafa verið frekar strembnir. Gabríel var eitthvað órólegur í maganum = lítill sem enginn svefn. Svo er það að lagast núna, eða er komið í lag, nema þá er að koma sólarhringnum í lag aftur, gengur svona la la. Ég er að reyna að hreyfa mig aðeins, fara út að labba, þegar ég fæ smá stund til þess, en er að finna fyrir því að líkaminn er ekki alveg í sama farinu og áður, finn enn til í grindinni, og það er að bætast við sár verkur í mjóbakinu líka, ekki glöð með það. Hjölli var lítið heima sl tvo daga þar sem hann var að aðstoða félagsmiðstöðina hérna með að halda söngvakeppni fyrir Austfirðina, og singstar keppnin var líka. Enn tek ég ofan fyrir einstæðrum mæðrum, og vil að þær fái verðlaunapening fyrir að vera hreinlega ofurkonur nútímans. Því ég fékk nasaþefinn af því að vera ein með barn núna sl tvo daga, og það var ekki til að hrópa húrra yfir. Ég myndi sennilegast þurfa að losa mig við tíkina og ekki vera í skóla ef ég væri ein. Reyndar hefur lærdómurinn farið svona upp og ofan, vegna þess að ég hef hreinlega ekki verið í ástandi til að læra, Gabríel vakandi, of þreytt, Gabríel vakandi og svo allt hitt sem þarf að gera á heimili. Sem betur fer er ekki mikið af speglum hérna hjá mér, langar engann veginn til að sjá framan í mig núna.
En núna ætla ég að nýta eitthvað af eftirlifandi orku (og svefntíma Gabríels) í að rumpa verkefni af sem á að skilast á morgun.
Heyrumst vonandi fljótlega aftur.
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Við erum hérna enn
í fullu fjöri. Fékk nýja örbygjuofninn í dag, en hinn dó einhverja vökunóttina um daginn. Blessuð sé minning hans og hans góða þjónusta.
Gabríel stækkar og stækkar, nóg að gera.