laugardagur, febrúar 26, 2005

Gabríel "Live" á netinu

Það er búið að vera svo gaman hjá okkur Gabríel þar sem við vorum í tölvunni að tala við fólk á msn. Ég tengdi videóvélina sem webcam og sat svo með guttann í fanginu. Það verður að gera eitthvað þar sem fólk er ekki mikið á flakki á þessum árstíma, og margir mikla það ótrúlega fyrir sér að koma alla leið hingað austur (taki það til sín sem eiga). En montrófan ég fíla það að geta sýnt gripinn almennilega.
Mér líður afskaplega vel þessa dagana. Við mæðgin sofum vel, erum hress og ánægð með tilveruna. Þegar ég ákvað að pása skólann þá létti yfir öllu og stærstu ákvarðanir eru núna hvort ég eigi að setja í þvottavél núna eða seinna (og ef ég bíð með það þá kannski þarf ég þess ekki) og ég hef þar af leiðandi meiri tíma fyrir mig, þegar hann sefur, og get hvílt mig meira og notið þess að vera til.

Engin ummæli: