fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Brjálæðislega gott veður!

Búið að vera þannig undanfarna daga. Ég hef notið þess hve sonur minn er þægur að sofa eftir morgundrykkinn sinn, því þá hef ég getað nýtt þann tíma til að fara í góðar gönguferðir með tíkina. Svo eftir hádegi hef ég farið með soninn í vagni og gegnið hringinn um bæinn!
Kynntist Sigrúnu í fyrradag. Hún er upprunalega úr R-vík, '74 módel, aðflutt, á 5 mánaða gamalt barn og leiðist. Loksins manneskja sem er á sama leveli og ég, manneskja sem er á sömu bylgjulengd og ég og mínar vinkonur! Hún reyndar segist ekki ætla að búa hér stundinni lengur þegar dóttir hennar sem er 12 ára klárar skólann í vor. Það verður bara að koma í ljós.
Ég er komin með smá Reykjavíkur fráhvarfseinkenni. Held samt að þetta sé frekar kaffihúsaslúðurs fráhvarfseinkenni. Held að þetta sé vegna vorfílíngs sem er í gangi. Fæ alltaf kláða í puttana til að breyta til - gera eitthvað, þegar vorið nálgast.

Engin ummæli: