Hæ allir
í gær urðum við Hjölli heldur hissa þegar við vorum að fara af stað til Egs. Hann var að hleypa tíkinni inn í búrið sitt í bílnum þegar hann rekur augun í 2 stk af rítalín töflum. Þær voru innpakkaðar í pakkninguna sína, greinilega klipptar út úr spjaldi. Bíllinn hefur ekki verið læstur, svo hver sem er hefði getað opnað afturhlerann og hent þessum töflum inn í búrið hennar. Ok, það er talað um hve hress hún er, og margir eru hræddir við hana sökum ærslagangsins. En commonn!! Maður gerir ekki svona!! Ef hún hefði fundið þessar töflur sjálf, þá hefði hún etið þær, hefði sennielgast ekki drepist en henni hefði ekki liðið vel af þeim. Róast jú, hefði tilganginum þá verið náð? Eru þetta skilaboð til okkar Hjölla um að gera eitthvað róttækt við hana til að róa hana, eða hrein skilaboð um að hún sé óþolandi? Hún hefur nú ekki verið mikið fyrir fólki þar sem hún sleppur aldrei út. Mér finnst þetta bara leiðinlegt. Og ef fólk hefur eitthvað á móti okkur Hjölla þá eiga dýrin ekki að gjalda fyrir það.
2 ummæli:
mér finnst þetta nú bara tilefni til að tala við löggu á staðnum. Rítalín er ekki efni sem maður skilur eftir í bílum hjá fólki!!!
Jamm við töluðum við lögguna, en það er bara svo lítið sem hún getur gert. Mér finnst reyndar skrýtið að einhver skuli tíma að skilja svona eftir! Sick húmor hjá fólki!!
Skrifa ummæli