miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Update

hæ aftur elskurnar mínar. Það virðist sem þegar ég ætla að setjast hérna niður og blogga þá gerist eitthvað sem veldur því að ég næ varla að logga mig inn. Næ að blogga fyrir Gabríel og svo smelli ég á bloggið mitt og "create a new post" þá vaknar hann, eða dyrabjallan hringir eða ég fer til Egilstaða....
Semst síðan á föstudaginn er búið að vera nóg að gera. Meiriháttar gaman á laugardaginn þegar Þórhalla systir og Lalli maðurinn hennar komu óvænt í heimsókn. Mér finnst gaman að fá fólk í heimsókn (hint hint)
Sunnudagurinn var Sex and the City dagur. Ég semst gerði afar fátt en að kúra í lazyboy með strákinn eða án stráksins og horfa á Sexið með poppi, súkkulaði og látum. Hjölli eldaði svo dýrindis læri til að fullkomna daginn.
Mánudagur - Valentínusardagur - var fínn. Við Hjölli höldum ekki upp á Valentínusardag, en höldum í gamlar hefðir með bónda og konudag. Við nýttum daginn til að skreppa upp á Egs. Kíktum í BT og Bónus. Málið er að ég hafði heyrt þess getið að bleyjukaup séu miklu hagstæðari í Bónus, og það borgi sig að keyra jafnvel til Egs gagngert til að versla þær, og það er alveg satt. Mér finnst það mikill verðmunur þegar það er komið upp í 1000,- mun!!! Ég keypti 3 pakka, með 70 stk í hverjum semst 210 stk og sparaði mér 3000.- og ég fer með 1000,- í bensín - fram og til baka! Auk þess sem þurrmjólkin er líka ódýrari, seld í stærri skömmtum (og er samt ódýrari) - hamstraði vel af því líka!!!
Í gær var yndislegt veður. Fór í 2 góða göngutúra. Með tíkinni fyrir hádegi og svo fórum við Gabríel eftir hádegi. Geggjað dugleg...

Engin ummæli: