Jæja - ég ákvað að láta slag standa og hringdi í HR, spurði hvernig það væri ef ég segði mig úr báðum áföngum þessa önnina, hvort ég gæti tekið upp þráðinn aftur í haust. Það var lítið mál, er skráð í "námsleyfi" núna. Glata peningunum, en einhvernveginn er mér alveg sama um þá. Er bara ánægð með að vera ekki "hætt" í skólanum.
Þetta er svolítil ljúfsár gleði, mér þykir svo gaman í skólanum, ég var svo stolt af því að hafa komist þar inn. Og finnst leiðinlegt að þurfa að hætta. En á móti þá hlakka ég til þess að geta hætt að hafa áhyggjur af þessu, notið þessa samverustunda með syni mínum, alveg frjáls og ekkert sem kallar eða skyldur sem bíða eftir mér! Skólinn verður þarna enn, eins og hún Ásrún sagði sem sér um fjarnema "ég verð hérna í haust, hafðu bara samband"
Sonur minn er algjört æði, þó ég segi sjálf frá. Hann er farinn að grípa hluti!!! Smá sælustund í morgun þegar hann tók af mér dótið og auðvitað kom í hugann "sonur minn er snillingur" en hvaða mamma hugsar ekki svoleiðis um ungann sinn!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli