góðan daginn, eða frekar segi ég bara hæ, því ég hef ekki fengið kaffið mitt í morgun, og þó er ég búin að gefa stráknum að borða, fara í sturtu og út með tíkina, og sest hérna niður til að slaka á í smá stund. Af hverju er ég ekki búin að fá mér kaffi spyrja sennilegast margir, en það er vegna þess að ég á að fasta fyrir blóðprufu sem ég fer í á eftir.
Málið er að áður fyrr hugsaði ég með mér að það yrði hræðilega erfitt fyrir reykinga manneskjuna að setjast niður hérna fyrir framan tölvurnar og kveikja sér ekki í sígó! En það kom svona líka hryllilega aftan að mér að það væri helmingi erfiðara að setjast niður hérna og athuga póstinn og nýjusta slúðrið á bæjarbloggum Fáskrúðsfjarðar og hafa ekki kaffibollann, rjúkandi, ilmandi, hlýjandi, seðjandi, hversdagsleikaeyðandi, dagdraumagefandi, gefandi lífinu lit og tilgang, í hendinni....
Málið er að áður fyrr hugsaði ég með mér að það yrði hræðilega erfitt fyrir reykinga manneskjuna að setjast niður hérna fyrir framan tölvurnar og kveikja sér ekki í sígó! En það kom svona líka hryllilega aftan að mér að það væri helmingi erfiðara að setjast niður hérna og athuga póstinn og nýjusta slúðrið á bæjarbloggum Fáskrúðsfjarðar og hafa ekki kaffibollann, rjúkandi, ilmandi, hlýjandi, seðjandi, hversdagsleikaeyðandi, dagdraumagefandi, gefandi lífinu lit og tilgang, í hendinni....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli