er það sem tímanum líður! Ég er td farin að blogga hræðilega sjaldan, ég sem var vön að láta í mér heyra daglega.
En sl dagar hafa verið frekar strembnir. Gabríel var eitthvað órólegur í maganum = lítill sem enginn svefn. Svo er það að lagast núna, eða er komið í lag, nema þá er að koma sólarhringnum í lag aftur, gengur svona la la. Ég er að reyna að hreyfa mig aðeins, fara út að labba, þegar ég fæ smá stund til þess, en er að finna fyrir því að líkaminn er ekki alveg í sama farinu og áður, finn enn til í grindinni, og það er að bætast við sár verkur í mjóbakinu líka, ekki glöð með það. Hjölli var lítið heima sl tvo daga þar sem hann var að aðstoða félagsmiðstöðina hérna með að halda söngvakeppni fyrir Austfirðina, og singstar keppnin var líka. Enn tek ég ofan fyrir einstæðrum mæðrum, og vil að þær fái verðlaunapening fyrir að vera hreinlega ofurkonur nútímans. Því ég fékk nasaþefinn af því að vera ein með barn núna sl tvo daga, og það var ekki til að hrópa húrra yfir. Ég myndi sennilegast þurfa að losa mig við tíkina og ekki vera í skóla ef ég væri ein. Reyndar hefur lærdómurinn farið svona upp og ofan, vegna þess að ég hef hreinlega ekki verið í ástandi til að læra, Gabríel vakandi, of þreytt, Gabríel vakandi og svo allt hitt sem þarf að gera á heimili. Sem betur fer er ekki mikið af speglum hérna hjá mér, langar engann veginn til að sjá framan í mig núna.
En núna ætla ég að nýta eitthvað af eftirlifandi orku (og svefntíma Gabríels) í að rumpa verkefni af sem á að skilast á morgun.
Heyrumst vonandi fljótlega aftur.
En sl dagar hafa verið frekar strembnir. Gabríel var eitthvað órólegur í maganum = lítill sem enginn svefn. Svo er það að lagast núna, eða er komið í lag, nema þá er að koma sólarhringnum í lag aftur, gengur svona la la. Ég er að reyna að hreyfa mig aðeins, fara út að labba, þegar ég fæ smá stund til þess, en er að finna fyrir því að líkaminn er ekki alveg í sama farinu og áður, finn enn til í grindinni, og það er að bætast við sár verkur í mjóbakinu líka, ekki glöð með það. Hjölli var lítið heima sl tvo daga þar sem hann var að aðstoða félagsmiðstöðina hérna með að halda söngvakeppni fyrir Austfirðina, og singstar keppnin var líka. Enn tek ég ofan fyrir einstæðrum mæðrum, og vil að þær fái verðlaunapening fyrir að vera hreinlega ofurkonur nútímans. Því ég fékk nasaþefinn af því að vera ein með barn núna sl tvo daga, og það var ekki til að hrópa húrra yfir. Ég myndi sennilegast þurfa að losa mig við tíkina og ekki vera í skóla ef ég væri ein. Reyndar hefur lærdómurinn farið svona upp og ofan, vegna þess að ég hef hreinlega ekki verið í ástandi til að læra, Gabríel vakandi, of þreytt, Gabríel vakandi og svo allt hitt sem þarf að gera á heimili. Sem betur fer er ekki mikið af speglum hérna hjá mér, langar engann veginn til að sjá framan í mig núna.
En núna ætla ég að nýta eitthvað af eftirlifandi orku (og svefntíma Gabríels) í að rumpa verkefni af sem á að skilast á morgun.
Heyrumst vonandi fljótlega aftur.
2 ummæli:
Hæskan!
En hvað það er gott að heyra að allt gengur vel.. þrátt fyrir að vera erfitt þá er það þess virði get ég ímyndað mér.
Þú ert algjör hetja mín kæra!
Sakna þín BÖNS! :o)
Hang in there!
Ég vona að svefninn hjá Gabríel fari að komast í gott lag, það er fátt verra en að vera ósofinn.
Gangi þér vel.
Solla í Ameríkuhreppnum
Skrifa ummæli