laugardagur, febrúar 19, 2005

piparkökur og kaffi

sit hérna og sötra ljúffengt kaffi og maula piparkökur með. Sonurinn sefur, hundurinn sefur og Hjölli er í tölvunni. Var að koma inn úr fínum labbó með Hafdísi og Jeltsín. Gott veður, og sálartetrið er í góðu jafnvægi. Enda svaf ég líka vel í nótt.
Hefi ákveðið að segja mig úr skólanum þessa önnina. Vona að ég fái að taka upp þráðinn næsta haust. Ég var búin að ákveða að segja mig úr öðrum áfanganum, en svo endaði ég andvaka þegar ég fór að hugsa um hvað ég væri orðin á eftir í hinum áfanganum, þá fattaði ég að ég læt þetta stressa mig allt of mikið. Enda vil ég njóta tímans með syni mínum, hann verður bara jú einu sinni svona pínu lítill og þessir fyrstu mánuðir eru jú mikilvægir.

Engin ummæli: