föstudagur, febrúar 11, 2005

Úr ýmsum áttum....

Strax aftur kominn föstudagur. Vikan fljót að líða, eins og allar hinar. Það sem gerðist þessa vikuna var að ég bakaði bollur á bolludaginn!!! Var með vanillurjóma, jarðaberjarjóma og venjulegan rjóma, ásamt sultum til að setja á milli! Geggjað góðar þó ég segi sjálf frá! Hjölli hafði talað um hvað hann væri mikill bollukall svo ég bakaði um 30 stk af bollum - en minn maður borðaði bara 2 í kaffinu!! svo við buðum Gumma og Rimu í bollukaffi, og gerðu þau bollunum góð skil.
Hjölli var á milljón um helgina sl í SamAust keppninni eins og áður hefur komið fram. Hann er nú að búa til dvd disk frá tónleikunum, þar sem hann tók hana upp líka á vídeóvélina okkar. Mega flott hjá honum. Þetta er svo krakkarnir sem tóku þátt, og allir sem vilja geta eignast eintak af keppninni, sem var víst rosalega flott og skemmtileg í alla staði.
Við skelltum okkur upp á Egilstaði á miðvikudaginn, bara svona upp á fönnið. Loksins gott veður og aðallega gott færi. Versluðum, og nutum þess að breyta um umhverfi þó stutt væri.
Í gær var 6 vikna skoðun Gabríels, þó hann sé reyndar orðinn 7 vikna, þá var ljósan ekki við sl viku. Hann fékk flotta skoðun, hefur lengst um 7 cm (semst 1 cm á viku) og er núna 5320 gr (semst þyngst um nærri 2 kg síðan hann fæddist) "flottur strákur" sagði læknirinn - við mjög svo stolta móður!

Engin ummæli: