sunnudagur, febrúar 20, 2005

Konudagurinn

Til hamingju með daginn konur! Yndislegur dagur hérna fyrir austan. Veðrið alveg frábært, sól og blíða! Gabríel svaf vel í nótt, við sváfum öll frameftir, úthvíld og hress.
Kjörinn dagur í góðar gönguferðir, sem við nýttum okkur. Komum við á kökubasar, Hjölli splæsti rjómatertu - yummie! Og á Hótel Bjargi var kaffi í tilefni dagsins. Rosalega flottar kræsingar þar, rjómatertur, brauðtertur, heitir réttir svo eitthvað sé nefnt. Og minn maður bauð mér þangað. Afskaplega næs. Gabríel lék við hvern sinn fingur í boðinu. Þvílíkt hress og kátur á meðal fólksins.

Engin ummæli: