föstudagur, apríl 29, 2005

World of Warcraft

og teamspeak hefur átt alla mína umfram athygl sl daga. Gabríel no 1, 2 og 3, svo kemur Kítara og Hjölli, annars hefur world of warcraft verið í gangi. Við Hjölli sitjum í sitthvoru herberginu með teamspeak á og hlaupum um annann heim í leit að monsterum og lootum og spjöllum við fólk sem er online hvar sem er úr heiminum. Þetta er virkilega gaman!
Sonur minn er gullmoli, langfallegasta barn ever!!!

mánudagur, apríl 25, 2005

Hallormstaðaskógur og Moli

Hæ dúllur nær og fjær. Ofboðslega gott veður var um helgina. Við semst ákváðum að fara á rúntinn í gær og rúnta um okkar nánasta umhverfi. Enduðum uppi á Egs, í ís og sól. BT opnaði ekki fyrr en kl 13:00 svo við tókum rúnt í Hallormstað. Rosalega fallegt er þar, en sumarið er samt ekki alveg byrjað svo gróðurinn er rétt að fara að taka við sér. Við löbbuðum um, leyfðum tíkinni að hlaupa lausri, og auðvitað fann hún læk og spýtur. Rosa fjör. Gabríel líkaði þetta alveg ágætlega. Við ákváðum að koma hingað aftur seinna í sumar þegar gróðurinn er kominn vel af stað.
Við fórum á föstudeginum á Egs til að versla, og rúntuðum á Reyðarfjörð. Þar var verið að opna nýja verslunarmiðstöð Molann. Var svakalega margt fólk og svakalega stór kaka. Þótt ég sé í nammibanni þá fékk ég mér smá smakk og var hún ofboðslega góð. (btw hef ekki borðað nammi í 3 vikur núna - ekki einu sinni á laugardögum)
Hjölli gaf mér online leikinn World of Warcraft. Er að installa honum, hlakka til að byrja að spila hann.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar

elskurnar mínar og takk fyrir veturinn!! Þið ykkar sem lesið bloggið mitt, og ég hef ekki verið í sambandi við leeeengi - takk fyrir að lesa bloggið mitt og vera til. Vonandi fer ég að heyra í ykkur fljótlega eða það sem betra er að sjá ykkur fljótlega! Maður horfir alltaf á msn contacts, hugsar alltaf með sér að maður verði að fara að heilsa upp á suma sem maður hefur ekki smellt á lengi. En svo gerist alltaf eitthvað og maður þarf að rjúka áður en tími gefst fyrir þetta litla smell og enn minna "hæ". En ekki hugsa að ég hafi gleymt ykkur því það er svoooo fjarri lagi!! Hvur veit nema Yours truly verði mega húsmóðurleg og geri jólakort þetta árið!!

þriðjudagur, apríl 19, 2005

The trip.....

Hæ elskurnar mínar. Þetta er svona copy/paste blogg þar sem ég var í Mývó netlaus.

"18. apr. 05
Jamm við Gabríel og Kítara komum hingað á fimmtudaginn og erum búin að vera í góðu yfirlæti hérna í sveitinni hjá mömmu og pabba.
Við fórum til Akureyrar á föstudaginn og þar fann ég mér lazy-boy stól þar sem ég bætti við smá pening sem ég kalla “hætt að reykja” peningar. Jú ég spara 17.000,- á mánuði þar sem ég er hætti að reykja!! Það er ágætis sparnaður þar. Og mér finnst allt í lagi að splæsa stundum á sig í verðlaunaskyni!
Því næst fann ég afmælisgjöfina frá mömmu og pabba en þau létu mig fá pening til að kaupa mér skartgripi. Maður fer aldrei og splæsir á sig skartgripum svo þetta var frábært. Fann mér afskaplega fallegan kross og hring (silfur/módel) sem ég ákvað að yrði hversdagsskartgripir. Átti engan kross til að ganga með hversdags. Svo var grill og næs um kvöldið.
Gabríel algjör engill. Mamma og pabbi fengu lánað barnarúm handa honum og það er svo þægilegt, hann heldur alveg rútínum sínum, svefninn er ekkert að raskast eða í neinu rugli. Enda passa ég að “grautartíminn” sé alltaf á sama tíma.
Systir mín elskuleg bauð mér i ljós á laugardaginn. Fór í ljós og pottinn og slakaði vel á. Mamma og pabbi pössuðu ungann minn á meðan. Og fer vel á með þeim. Gabríel er búinn að venjast pabba og pabbi má koma og glenna sig framan í hann og þá hlær Gabríel bara. Pabbi er líka búinn að vera duglegur að tala við hann og sinna honum, þeir eru búnir að kynnast blessaðir.
Laugardag fór ég í ljós líka, slakaði vel á og naut þess að sitja í góðum heitum potti og slappa af og láta mér líða vel. Og svo var helgin þannig að maður slappaði af, horfði á sjónvarpið og fór að sofa snemma. Gabríel svaf vel á sunnudeginum og ég nappaði líka, rosalega var það notalegt!
Svo í dag er allt flug á áætlun, þrátt fyrir geðveikt rok og læti. Svo ég býst við að leggja í hann upp úr fimm og vera á vellilnum þegar Hjölli lendir kl átta, bruna svo heim. Núna erum við Gabríel og mamma, auk Kítöru og Herkúles að fara í morgunkaffi til pabba upp í Kísiliðju, en þar er frekar einmannalegt um að litast. Pabbi er þar einn núna. Hann er mikið með Herkúles þar með sér til að hafa einhvern félagskap"

Jamm það var svakalega gott að koma heim, Gabríel ljómaði allur þegar hann sá pabba sinn, neitaði að sleppa honum. Og rosalega var gott að sofa í sínu rúmi í nótt......

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Gular og bláar línur

Ég sit og horfi á ferðakort vegagerðarinnar og bölva þessum bláu og gulu línum og þessu merki sem þýðir skafrenningur. Akkúrat færi sem ég hata að keyra í svo það er borin von um að ég fari nokkuð í dag. Ég var annars komin á fætur klukkan sjö og alveg tilbúin að rjúka af stað ef færið hefði verið skárra. Það er kalt úti, rok og leiðindaveður, ég er með gluggatjöldin dregin fyrir svo ég sjái ekki út, bara til að verða ekki þunglynd á veðrinu.
Ætli ég Torrentist ekki bara og haldi mig undir teppi, með soninn í fanginu og hafi það kósý. Mig langar samt svo heim til mömmu og pabba....... (grátur grátur...)
Guðrún - ein heima.....

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Kítara og Gabríel

Þau láta fara vel um sig þessar elskur. Gabríel er með fluguna sína sem hann varla vill láta frá sér, og þar sem hann var "aleinn og yfirgefinn" í sófanum þá ákvað Kítara að halda honum félagsskap og ylja á honum tærnar.

Hún svo dýrkar þetta litla barn. Um daginn fann ég í fanginu á honum eitt af dótinu hennar, þá ákvað hún að gefa honum dótið. Hún er alltaf með á hreinu hvar hann er og hvað hann sé að gera. Þetta gæti ekki verið betra!!!

Afmælispeningar......

Það er allt í lagi með okkur. Við erum hérna þrjú heima, við Gabríel og Kítara og höfum það næs. Höfum ekkert farið út í dag þar sem það er rosalega kalt úti og mikill vindur, og ég held að ég tali fyrir okkur öll þrjú að okkur líkar ekki svona veður. Allavega hefur tíkin ekkert kvartað yfir göngutúraleysi. Hugsa líka að hún fatti að þar sem Hjölli er ekki heima þá eru rútínurnar ekki í gangi og hún virðist sætta sig við það.
Ég vona að veðrið verði skárra á morgun og færðin verði ok, mig langar svo til að komast í sveitina á morgun eða hinn. Núna er ég bara að hugsa um hvort ég eigi að kaupa mér nýjan Lazy boy fyrir afmælispeningana frá afa og ömmu eða hvort ég eigi kaupa mér nýjan skrifstofustól og föt fyrir afganginn. Þar sem þetta er þrítugsafmælisgjöf þá langar mig til að kaupa mér eitthvað spes, eitthvað sem ég á og hugsa til þess merka áfanga að verða þrítug þegar ég sé hlutinn og þá eru föt eiginlega ekki inni í myndinni. Og mamma og pabbi sáu um skartgripahliðina í þetta skiptið. Hvað finnst ykkur? Mig vantar ekkert tölvutengt - minn elskulegi maður sér til þess. Og afi og amma tóku það skýrt fram að ég ætti að nota þetta í mig, bara mig, ekki barnið, heimilið eða manninn..... Svo hvað dettur ykkur í hug mínir kæru lesendur??? (comment óskast hér að neðan..)

sunnudagur, apríl 10, 2005

All alone....

Hjölli er að fara suður á morgun og ég verð all alone, náttla með Gabríel og Kítöru en samt alein og yfirgefin....

laugardagur, apríl 09, 2005

Mega fyndið

Þessa mynd fékk ég inni í DVD mynd sem ég keypti. Ég varð að deila henni með ykkur jafnvel þótt sum ykkar séu nú þegar búin að sjá hana. En það sem mér finnst svo fyndið er að nú er ég ein af þeim rosalegu lögbrjótum að sækja "ólöglega" efni af netinu og margar hverjar eru einmitt CAM myndir (myndir teknar í bíó) og það ótrúlega er að þær eru svo flottar flestar, með fyrirtaks tali, nánast engum truflunum og sérstaklega ekki með einhverjum línum og röndum yfir alla myndina.

föstudagur, apríl 08, 2005

15 vikur

síðan engillinn minn kom í heiminn. Rosalega er þetta allt saman fljótt að líða. Og stundum gleymi ég að hann er svona lítill því hann er svo mannalegur og svo stór. Núna situr hann í stólnum sínum á borðinu mínu með fluguna sína og dudduna og sefur....

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Kalt úti, hlýtt inni.

Ný sest við tölvurnar með heimatilbúinn Latte, sem er alveg skínandi góður þó ég segi sjálf frá. Lúxus að eiga vinkonu sem vinnur á kaffihúsi og getur leiðbeint manni með þetta allt saman, en maður verður auðvitað að redda sér þegar næsta kaffihús sem selur ágætt Latte er Te og Kaffi kaffihúsið á Egs.
Veðrið úti er enn jafn kalt og leiðinlegt. Við lituðuðm gardínurnar í gær og þær áttu að verða rústrauðar/dökkvínrauðar, en urðu svona skínandi fallega dökkbleikar.... jupp Dóa - your kind!! Svo við verðum að kaupa annann lit til að dekkja þær. Sorry Dóa, ég er ekki þessi bleika týpa.... (mmm eina sem vantar er súkkulaði sýrópið þá væri þetta fullkomið)
Var hjá doksa í morgun, bakið er ekkert að skána, og hann potaði á 2 staði á bakinu og ég æmti í bæði skiptin eins og kelling og hann sagði mér að þetta væri vegna grindarlosunarinnar sem ég fékk á meðgöngunni. Ráð: fara í salinn og gera einhverja æfingu hérna heima sem hann kenndi mér. Ekki permanent verkur sem betur fer!!

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Svartsýniskast vegna veðurs

Jámm það er sko í gangi núna. Ég veit að það verður örugglega frábært veður á mánudaginn svo Hjölli komist suður, en svo skal ég lofa ykkur því að um leið og við erum komin heim frá því að keyra hann í flug þá skellur á brjálað veður svo við komumst ekkert í Mývó og ég enda með að verða ein hérna í viku. Ég sem hlakka svo til að fara í Mývó, hafa það næs með mömmu, og fara til A-eyrar að versla fyrir ammælispeninginn minn og og og kaupa föt á Gabríel, og slappa af í sveitinni, og vera ekki ein heima.......
Það er sko allt orðið hvítt núna úti. Og með minni heppni þá verða örævin orðin annað hvort kolófær eða það sem verra er - brjálæðislega hál og ég er svo hræðilega hrædd í svoleiðis færi, hvort sem ég er bílstjóri eða farþegi - skiptir ekki máli. Skaflar eru ekkert mál - bara gaman að leika mér í þeim (kannski ekki með ungabarn og ein á ferð) en ég gæti frekar afgreitt þá en hálkuna....... andskotinn.....
Verið sæl að sinni
Guðrún hin veður- svartsýna

þriðjudagur, apríl 05, 2005

stutt matarboð.....

Helgin var róleg og notaleg að vanda. Gabríel gæti ekki verið yndislegri, rólegur og vær. Ég föndraði og málaði smá, kveikti á kertum og naut þess að vera til.
Okkur var boðið í mat á laugardagskvöldinu. Sem er kannski ekki svo frásögu færandi en við erum að kynnast þessu fólki. Ég hef sagt ykkur frá henni Sigrúnu, sem er aðflutt hingað og leiðist. Já þetta voru semst hún og hennar maður sem buðu okkur., Ok, mjög gaman, notalegt kvöld, nema allt í einu upp úr þurru er hún uppstríluð og segist þurfa að kveðja okkur, og fer út. Ég varð hálf hvumsa, ég er þannig sjálf að ef ég býð fólki til mín í mat á laugardagskvöldi (eða hvenær sem er) þá er ég búin að plana þetta kvöld með þessu fólki, rýk ekki bara út og skil gestina eftir ....... en þið??
Já btw við Gabríel erum ein heima í næstu viku. Með tíkinni að sjálfsögðu. Hjölli er að fara í viku á Hlaðgerðarkot, dusta rykið af fræðunum og hitta liðið. Hann stendur sig svo vel, og hefur gott af því að komast aðeins til fólksins sem veitir honum mestan stuðning. Við Gabríel og Kítara förum í sveitina til mömmu og pabba eitthvað á meðan. Svo það væri gaman að sjá eitthvað af liðinu sem býr þar nálægt (hint hint.....)

föstudagur, apríl 01, 2005

April Fools Day

Í dag er dagurinn sem maður ætti að nota til að hrekkja einhvern. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í dag og ég er að reyna að upphugsa eitthvað til að plata Hjölla.
Annars er ótrúlegt að hugsa til þess að í dag eru 8 ár síðan við byrjuðum fyrst saman! Ótrúlegt! Og margt gerst síðan þá, bæði gott og miður gott. En eins og ég segi "what doesn't kill U only makes U stronger" og það eru orð að sönnu. Og það sem maður trúir á er þess virði að berjast fyrir því.
Ég átti frábæran dag í gær.
Byrjaði snemma þar sem sonur minn ákvað að vakna kl 6. Enda ekkert skrýtið þar sem hann var sofnaður kl 7 kvöldinu áður. Við fórum svo í skoðun eftir hádegi,og hann fékk sprautu, sem hann var alls ekkert ánægður með og lét hiklaust heyra í sér og láta vanþóknun sína á þessari meðferð í ljós koma. Hann fékk annars flotta skoðun, hraustur, stinnur og flottur strákur. Hann er þungur, en ekki of, bara stór og sterkur! (ég er montin - hef ég sagt ykkur að það er full time job að vera montin af barninu sínu? - þið sem eigið eitt - eða tvö eða fleiri - vitið hvað ég á við!)
Ég fór svo ein - alein - upp á Egs í sund, dekur og útréttingar. Byrjaði á sundi, heitum potti og nuddi. Fékk mér svo dýrindis tvöfaldan Latte með súkkulaðisýrópi á Te & Kaffi kaffihúsinu. Verslaði smá, langaði til að versla meira á Gabríel en það var afskaplega lítið úrval af fallegum barnafötum (kannski bara eins gott....)
Ég var 4 klukkutíma í burtu. Komst að því að húsið og heimilisverkin og heimilishaldið og þvotturinn fer ekki hamförum þó það sé ekki unnið í því non stop all the time.... (Hjölli var að meika point þegar hann sendi mig út)
Og ég hafði aldrei verið svona lengi frá Gabríel síðan hann fæddist. Og það var líka allt í lagi með hann.