Þau láta fara vel um sig þessar elskur. Gabríel er með fluguna sína sem hann varla vill láta frá sér, og þar sem hann var "aleinn og yfirgefinn" í sófanum þá ákvað Kítara að halda honum félagsskap og ylja á honum tærnar.
Hún svo dýrkar þetta litla barn. Um daginn fann ég í fanginu á honum eitt af dótinu hennar, þá ákvað hún að gefa honum dótið. Hún er alltaf með á hreinu hvar hann er og hvað hann sé að gera. Þetta gæti ekki verið betra!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli