Ég sit og horfi á ferðakort vegagerðarinnar og bölva þessum bláu og gulu línum og þessu merki sem þýðir skafrenningur. Akkúrat færi sem ég hata að keyra í svo það er borin von um að ég fari nokkuð í dag. Ég var annars komin á fætur klukkan sjö og alveg tilbúin að rjúka af stað ef færið hefði verið skárra. Það er kalt úti, rok og leiðindaveður, ég er með gluggatjöldin dregin fyrir svo ég sjái ekki út, bara til að verða ekki þunglynd á veðrinu.
Ætli ég Torrentist ekki bara og haldi mig undir teppi, með soninn í fanginu og hafi það kósý. Mig langar samt svo heim til mömmu og pabba....... (grátur grátur...)
Guðrún - ein heima.....
Ætli ég Torrentist ekki bara og haldi mig undir teppi, með soninn í fanginu og hafi það kósý. Mig langar samt svo heim til mömmu og pabba....... (grátur grátur...)
Guðrún - ein heima.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli