þriðjudagur, apríl 12, 2005

Afmælispeningar......

Það er allt í lagi með okkur. Við erum hérna þrjú heima, við Gabríel og Kítara og höfum það næs. Höfum ekkert farið út í dag þar sem það er rosalega kalt úti og mikill vindur, og ég held að ég tali fyrir okkur öll þrjú að okkur líkar ekki svona veður. Allavega hefur tíkin ekkert kvartað yfir göngutúraleysi. Hugsa líka að hún fatti að þar sem Hjölli er ekki heima þá eru rútínurnar ekki í gangi og hún virðist sætta sig við það.
Ég vona að veðrið verði skárra á morgun og færðin verði ok, mig langar svo til að komast í sveitina á morgun eða hinn. Núna er ég bara að hugsa um hvort ég eigi að kaupa mér nýjan Lazy boy fyrir afmælispeningana frá afa og ömmu eða hvort ég eigi kaupa mér nýjan skrifstofustól og föt fyrir afganginn. Þar sem þetta er þrítugsafmælisgjöf þá langar mig til að kaupa mér eitthvað spes, eitthvað sem ég á og hugsa til þess merka áfanga að verða þrítug þegar ég sé hlutinn og þá eru föt eiginlega ekki inni í myndinni. Og mamma og pabbi sáu um skartgripahliðina í þetta skiptið. Hvað finnst ykkur? Mig vantar ekkert tölvutengt - minn elskulegi maður sér til þess. Og afi og amma tóku það skýrt fram að ég ætti að nota þetta í mig, bara mig, ekki barnið, heimilið eða manninn..... Svo hvað dettur ykkur í hug mínir kæru lesendur??? (comment óskast hér að neðan..)

3 ummæli:

J?hanna sagði...

mér líst vel á skrifborðsstól og föt fyrir afganginn :D

Eða föt fyrir allt saman ;) ?

Guðrún K. sagði...

En þegar maður er að vinna í að missa kg's sem hafa verið til staðar allt of lengi og þessi nýju sem komu í kjölfar barneignar - þá er ekkert gaman að kaupa sér föt......

Nafnlaus sagði...

Þá er bara að kaupa sér skrifborðsstól og geyma svo restina þangað til það verður gaman aftur að kaupa föt eða ef eitthvað annað kemur á þínar fjörur sem þig langar í elskan mín.