fimmtudagur, apríl 07, 2005

Kalt úti, hlýtt inni.

Ný sest við tölvurnar með heimatilbúinn Latte, sem er alveg skínandi góður þó ég segi sjálf frá. Lúxus að eiga vinkonu sem vinnur á kaffihúsi og getur leiðbeint manni með þetta allt saman, en maður verður auðvitað að redda sér þegar næsta kaffihús sem selur ágætt Latte er Te og Kaffi kaffihúsið á Egs.
Veðrið úti er enn jafn kalt og leiðinlegt. Við lituðuðm gardínurnar í gær og þær áttu að verða rústrauðar/dökkvínrauðar, en urðu svona skínandi fallega dökkbleikar.... jupp Dóa - your kind!! Svo við verðum að kaupa annann lit til að dekkja þær. Sorry Dóa, ég er ekki þessi bleika týpa.... (mmm eina sem vantar er súkkulaði sýrópið þá væri þetta fullkomið)
Var hjá doksa í morgun, bakið er ekkert að skána, og hann potaði á 2 staði á bakinu og ég æmti í bæði skiptin eins og kelling og hann sagði mér að þetta væri vegna grindarlosunarinnar sem ég fékk á meðgöngunni. Ráð: fara í salinn og gera einhverja æfingu hérna heima sem hann kenndi mér. Ekki permanent verkur sem betur fer!!

Engin ummæli: