Í dag er dagurinn sem maður ætti að nota til að hrekkja einhvern. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í dag og ég er að reyna að upphugsa eitthvað til að plata Hjölla.
Annars er ótrúlegt að hugsa til þess að í dag eru 8 ár síðan við byrjuðum fyrst saman! Ótrúlegt! Og margt gerst síðan þá, bæði gott og miður gott. En eins og ég segi "what doesn't kill U only makes U stronger" og það eru orð að sönnu. Og það sem maður trúir á er þess virði að berjast fyrir því.
Ég átti frábæran dag í gær.
Byrjaði snemma þar sem sonur minn ákvað að vakna kl 6. Enda ekkert skrýtið þar sem hann var sofnaður kl 7 kvöldinu áður. Við fórum svo í skoðun eftir hádegi,og hann fékk sprautu, sem hann var alls ekkert ánægður með og lét hiklaust heyra í sér og láta vanþóknun sína á þessari meðferð í ljós koma. Hann fékk annars flotta skoðun, hraustur, stinnur og flottur strákur. Hann er þungur, en ekki of, bara stór og sterkur! (ég er montin - hef ég sagt ykkur að það er full time job að vera montin af barninu sínu? - þið sem eigið eitt - eða tvö eða fleiri - vitið hvað ég á við!)
Ég fór svo ein - alein - upp á Egs í sund, dekur og útréttingar. Byrjaði á sundi, heitum potti og nuddi. Fékk mér svo dýrindis tvöfaldan Latte með súkkulaðisýrópi á Te & Kaffi kaffihúsinu. Verslaði smá, langaði til að versla meira á Gabríel en það var afskaplega lítið úrval af fallegum barnafötum (kannski bara eins gott....)
Ég var 4 klukkutíma í burtu. Komst að því að húsið og heimilisverkin og heimilishaldið og þvotturinn fer ekki hamförum þó það sé ekki unnið í því non stop all the time.... (Hjölli var að meika point þegar hann sendi mig út)
Og ég hafði aldrei verið svona lengi frá Gabríel síðan hann fæddist. Og það var líka allt í lagi með hann.
Annars er ótrúlegt að hugsa til þess að í dag eru 8 ár síðan við byrjuðum fyrst saman! Ótrúlegt! Og margt gerst síðan þá, bæði gott og miður gott. En eins og ég segi "what doesn't kill U only makes U stronger" og það eru orð að sönnu. Og það sem maður trúir á er þess virði að berjast fyrir því.
Ég átti frábæran dag í gær.
Byrjaði snemma þar sem sonur minn ákvað að vakna kl 6. Enda ekkert skrýtið þar sem hann var sofnaður kl 7 kvöldinu áður. Við fórum svo í skoðun eftir hádegi,og hann fékk sprautu, sem hann var alls ekkert ánægður með og lét hiklaust heyra í sér og láta vanþóknun sína á þessari meðferð í ljós koma. Hann fékk annars flotta skoðun, hraustur, stinnur og flottur strákur. Hann er þungur, en ekki of, bara stór og sterkur! (ég er montin - hef ég sagt ykkur að það er full time job að vera montin af barninu sínu? - þið sem eigið eitt - eða tvö eða fleiri - vitið hvað ég á við!)
Ég fór svo ein - alein - upp á Egs í sund, dekur og útréttingar. Byrjaði á sundi, heitum potti og nuddi. Fékk mér svo dýrindis tvöfaldan Latte með súkkulaðisýrópi á Te & Kaffi kaffihúsinu. Verslaði smá, langaði til að versla meira á Gabríel en það var afskaplega lítið úrval af fallegum barnafötum (kannski bara eins gott....)
Ég var 4 klukkutíma í burtu. Komst að því að húsið og heimilisverkin og heimilishaldið og þvotturinn fer ekki hamförum þó það sé ekki unnið í því non stop all the time.... (Hjölli var að meika point þegar hann sendi mig út)
Og ég hafði aldrei verið svona lengi frá Gabríel síðan hann fæddist. Og það var líka allt í lagi með hann.
1 ummæli:
Það er vitanlega nauðsynlegt að eiga smá qualitytíma með sjálfum sér, það virðist svo oft gleymast í hinu daglega lífi. Bara að skreppa út í labbitúr eða fá sér frí frá skólabókunum eina kvöldstund, alveg brilliant til að halda geðheilsunni! :o)
Skrifa ummæli