þriðjudagur, apríl 05, 2005

stutt matarboð.....

Helgin var róleg og notaleg að vanda. Gabríel gæti ekki verið yndislegri, rólegur og vær. Ég föndraði og málaði smá, kveikti á kertum og naut þess að vera til.
Okkur var boðið í mat á laugardagskvöldinu. Sem er kannski ekki svo frásögu færandi en við erum að kynnast þessu fólki. Ég hef sagt ykkur frá henni Sigrúnu, sem er aðflutt hingað og leiðist. Já þetta voru semst hún og hennar maður sem buðu okkur., Ok, mjög gaman, notalegt kvöld, nema allt í einu upp úr þurru er hún uppstríluð og segist þurfa að kveðja okkur, og fer út. Ég varð hálf hvumsa, ég er þannig sjálf að ef ég býð fólki til mín í mat á laugardagskvöldi (eða hvenær sem er) þá er ég búin að plana þetta kvöld með þessu fólki, rýk ekki bara út og skil gestina eftir ....... en þið??
Já btw við Gabríel erum ein heima í næstu viku. Með tíkinni að sjálfsögðu. Hjölli er að fara í viku á Hlaðgerðarkot, dusta rykið af fræðunum og hitta liðið. Hann stendur sig svo vel, og hefur gott af því að komast aðeins til fólksins sem veitir honum mestan stuðning. Við Gabríel og Kítara förum í sveitina til mömmu og pabba eitthvað á meðan. Svo það væri gaman að sjá eitthvað af liðinu sem býr þar nálægt (hint hint.....)

Engin ummæli: