Laugardagskvöld um borð í Lagarfljótsorminum!
En enginn náði mynd af orminum sjálfum sem getur gefið kr. 500.000.- í vasann á bæjarskrifstofunni !!
En það sem af er af helginni þá komu skyndilega í heimsókn í gær Gummi og hans kona sem er frá Litháen - Rima, hef reyndar ekki hugmynd um hvernig það er stafað. Gummi er einn af þessum gaurum sem er afar oft á fylleríi og verður yfirleitt svo hryllilega fullur og erfiður. Rima er háskólamenntuð, 29 ára, lítil og næs. Henni fynnst gaman að fá sér í glas í góðra vina hópi - en hún er nýflutt hingað með honum og þekkir engann enn. Hún talar íslensku en frekar bjagaða og það háir henni. Svo við Rima áttum mjög notalegt kvöld í gær. Hjölli fór sem "chaperon" á barinn með Gumma og Val, þeir tveir voru býsna skrautlegir. Rima ræður ekkert við Gumma og hans drykkju. Svo hjálpuðum við Hjölli henni að koma manninum heim.
Í dag var rólegur dagur. Ætluðum að fara og ná í málninguna á Reyðarfjörð en hún var ekki komin, frekar fúlt. Svo við horfðum bara á Andromedia sem eru þættir í anda Star Trek - ekkert smá skemmtilegir, og slöppuðum af.
Kolla náði í okkur og við brunuðum á tveimur bílum á Egilsstaði sem við fórum um borð í Orminn. Þar var sungið og trallað og drukkinn bjór. Við stoppuðum í vík sem ég reyndar man ekki hvað heitir - náði reyndar aldrei nafninu á staðnum. Þar var grillað, drukkið meir og sungið enn meir. Kveiktir varðeldar og hvað eina. Þetta var semst grillparty KHB þar sem starfsfólk úr öllum búðunum hittust og hitti ég þar nokkra sem ég hef talað við í síma.
Þetta var mjög gaman - en heldur langt.
Kítara var ein heima - Valur reyndar á svæðinu - en hann hlýtur að hafa farið út því núna - as we speak - þá er kvinna uppi - Björg að nafni - sem kom einmitt með honum helgina sem Ragga vinkona var hérna. Hún er semst að væflast um uppi og hann hérna niðri að hanga á netinu. Reyndar hélt ég að netið væri ekki í gangi vegna þess að sumir litlir ferfættir nöguðu í sundur snúruna þe símasnúruna sem adslið er tengt á. En irq fíkillinn hefur auðvitað náð að koma því í lag.
sunnudagur, ágúst 31, 2003
föstudagur, ágúst 29, 2003
Og loksins föstudagur!!
Alltaf jafn ánægjulegt þegar þessir indælu dagar koma upp á dagatalinu!! Og að vera búin að vinna klukkan fjögur var alveg súper dúper æðislegt!!
Dagurinn gekk vel, krakkarnir skemmtilegir, þetta leggst alltaf betur og betur í mig. Ég er ekki eins stressuð og þau eru líka að aðlagast þessu - og okkur kemur afar vel saman!
Kítara stóð sig vel ein heima í dag. Ekkert blautt á gólfi eða neitt þegar Hjölli var búinn að vinna klukkan eitt. Og það er dagamunur á henni varðandi litla leikinn okkar að sækja og finna - hún stóð sig svo vel núna áðan að ég verðlaunaði hana með harðfiskbita. Þá hlýddi hún skipun minni um að fara frá mér - finna "dótið" og koma með það til mín og skilja það eftir hjá mér við skipunina "takk"
Ég er afar stolt móðir - hún er líka bara rúmlega 8 vikna og algjör galgopi enn svo ég er mjög ánægð með árangurinn.
Ég kom við í mjólkurbúðinni áðan - kaupa nesti fyrir grillið á morgun. Verður farið á Orminum kl 19:00 annað kvöld, stoppað einhverstaðar og grillað. Hlakka mikið til.
Alltaf jafn ánægjulegt þegar þessir indælu dagar koma upp á dagatalinu!! Og að vera búin að vinna klukkan fjögur var alveg súper dúper æðislegt!!
Dagurinn gekk vel, krakkarnir skemmtilegir, þetta leggst alltaf betur og betur í mig. Ég er ekki eins stressuð og þau eru líka að aðlagast þessu - og okkur kemur afar vel saman!
Kítara stóð sig vel ein heima í dag. Ekkert blautt á gólfi eða neitt þegar Hjölli var búinn að vinna klukkan eitt. Og það er dagamunur á henni varðandi litla leikinn okkar að sækja og finna - hún stóð sig svo vel núna áðan að ég verðlaunaði hana með harðfiskbita. Þá hlýddi hún skipun minni um að fara frá mér - finna "dótið" og koma með það til mín og skilja það eftir hjá mér við skipunina "takk"
Ég er afar stolt móðir - hún er líka bara rúmlega 8 vikna og algjör galgopi enn svo ég er mjög ánægð með árangurinn.
Ég kom við í mjólkurbúðinni áðan - kaupa nesti fyrir grillið á morgun. Verður farið á Orminum kl 19:00 annað kvöld, stoppað einhverstaðar og grillað. Hlakka mikið til.
Og ég náði enskuprófinu !!!!!!
Slepp semst við 212 og fer eftir áramót í 303 - ég er svaka ánægð með það!!!
Var að vakna - er með fyrsta kaffibollann og fyrstu sígó dagsins - afar mygluð. Tíkin er úti - í bandi - gekk ekkert annað því um daginn var hún gómuð inni í húsi nágrannans - sem betur fer er Jóhanna - nágranni - rosa líbó manneskja - hefði sennilegast ekkert haft neitt á móti heimsókninni ef það væri ekki fyrir ofnæmi elsta sonarins fyrir dýrum... Og Kítara er á þessum aldri að vera með banana í eyrum fram og aftur - út og suður.
Og Valur er semst enn hjá okkur - er ég er alveg við það að fá nóg. Geta þessir menn ekki einu sinni unnið heilan vinnudag án þess að fá sér þrjú kaffi á barnum?? Allavega skulum við orða það þannig að það hefur ekkert góð áhrif á heimilislífið - þar sem allir vita að sumir eru veikir fyrir þess háttar líferni og þetta hjálpar ekki til. I want this man out of my house!!!!
Slepp semst við 212 og fer eftir áramót í 303 - ég er svaka ánægð með það!!!
Var að vakna - er með fyrsta kaffibollann og fyrstu sígó dagsins - afar mygluð. Tíkin er úti - í bandi - gekk ekkert annað því um daginn var hún gómuð inni í húsi nágrannans - sem betur fer er Jóhanna - nágranni - rosa líbó manneskja - hefði sennilegast ekkert haft neitt á móti heimsókninni ef það væri ekki fyrir ofnæmi elsta sonarins fyrir dýrum... Og Kítara er á þessum aldri að vera með banana í eyrum fram og aftur - út og suður.
Og Valur er semst enn hjá okkur - er ég er alveg við það að fá nóg. Geta þessir menn ekki einu sinni unnið heilan vinnudag án þess að fá sér þrjú kaffi á barnum?? Allavega skulum við orða það þannig að það hefur ekkert góð áhrif á heimilislífið - þar sem allir vita að sumir eru veikir fyrir þess háttar líferni og þetta hjálpar ekki til. I want this man out of my house!!!!
fimmtudagur, ágúst 28, 2003
Og þriðji dagurinn í höfn!!!
Er hægt að eiga ofvirkan hund??? Ég held að Kitara flokkist sem ofvirkur hundur. Hún á það til að taka eitthvað dót sem hún á og hlaupa með það hring eftir hring eftir hring í stofunni til dæmis....
En ég náði ekki inn á skrifstofu ME í dag og fá niðurstöðu úr ensku prófinu.. hmm - nervus líka hvað ég fæ í þessu prófi.... hitti eina (vitiði hvað það er erfitt að pikka með hund i fanginu???),...............
Er hægt að eiga ofvirkan hund??? Ég held að Kitara flokkist sem ofvirkur hundur. Hún á það til að taka eitthvað dót sem hún á og hlaupa með það hring eftir hring eftir hring í stofunni til dæmis....
En ég náði ekki inn á skrifstofu ME í dag og fá niðurstöðu úr ensku prófinu.. hmm - nervus líka hvað ég fæ í þessu prófi.... hitti eina (vitiði hvað það er erfitt að pikka með hund i fanginu???),...............
þriðjudagur, ágúst 26, 2003
Og fyrsti dagurinn í höfn!!!!!!!!!!!
Og ég lifði hann af!!! Þetta var bara mjög gaman. Lituðum og spiluðum í allan dag. Reyndar hræðist ég ef þau svo missa áhugann, semst þetta er nýtt núna en að vera þarna alveg til fimm er orðið afskaplega langur dagur fyrir sum börn og sérstaklega ein sem er alveg til fimm var alveg búin á því, og var orðin grátgjörn síðasta tímann. Þetta er náttlea langur dagur - átta til fimm!! Hvað þætti okkur um það????????
Og ég lifði hann af!!! Þetta var bara mjög gaman. Lituðum og spiluðum í allan dag. Reyndar hræðist ég ef þau svo missa áhugann, semst þetta er nýtt núna en að vera þarna alveg til fimm er orðið afskaplega langur dagur fyrir sum börn og sérstaklega ein sem er alveg til fimm var alveg búin á því, og var orðin grátgjörn síðasta tímann. Þetta er náttlea langur dagur - átta til fimm!! Hvað þætti okkur um það????????
ó mæ god ó mæ god ó mæ god......
og dagurinn byrjaði á að eitt foreldri kom og tilkynnti að barnið hans borðar bara alls ekki, og hún er á ritalini...
Eins og mig langar að fá mér smók... þá er enginn staður né stund fyrir svoleiðis.......
ég læt ykkur vita hvort ég dey eða lifi daginn af......
wish my luck.
og dagurinn byrjaði á að eitt foreldri kom og tilkynnti að barnið hans borðar bara alls ekki, og hún er á ritalini...
Eins og mig langar að fá mér smók... þá er enginn staður né stund fyrir svoleiðis.......
ég læt ykkur vita hvort ég dey eða lifi daginn af......
wish my luck.
Now I am absolutely terrified.......
Ok þá er stóri dagurinn runninn upp. Ég reyndar reiddist afar mikið í gær, þeir komu báðir svo drullufullir heim um miðnætti í gær. Ég nefnilega vissi að Hjölli hefði tekið sér góða pásu í vinnu í gær til að sitja á barnum. Ég reiddist mikið við því, vegna þess að ég hefði alveg getað nýtt daginn upp í skóla, í stað þess að koma heim um hádegi svo hann gæti "farið að vinna"
En nóg um það - ég ætla að fara að koma mér upp í skóla, til að jafna mig á stressinu.
Ok þá er stóri dagurinn runninn upp. Ég reyndar reiddist afar mikið í gær, þeir komu báðir svo drullufullir heim um miðnætti í gær. Ég nefnilega vissi að Hjölli hefði tekið sér góða pásu í vinnu í gær til að sitja á barnum. Ég reiddist mikið við því, vegna þess að ég hefði alveg getað nýtt daginn upp í skóla, í stað þess að koma heim um hádegi svo hann gæti "farið að vinna"
En nóg um það - ég ætla að fara að koma mér upp í skóla, til að jafna mig á stressinu.
mánudagur, ágúst 25, 2003
Skyndipanic...!!!!!!!!!!!!
Jamms, allt í einu kom yfir mig panicattack.... á morgun fæ ég fullt af litlum skriðdrekum og ég þarf að hafa ofan af fyrir þeim mest allt eftir hádegi..... allt í einu fékk ég svona rosa þungt fyrir hjartað.... hnút, svita og alle sammen....
Ég veit þetta gengur allt vel, gæti bara verið líka þessi típíski stresshnútur sem maður fær yfirleitt daginn fyrir fyrsta vinnudaginn....
Jamms, allt í einu kom yfir mig panicattack.... á morgun fæ ég fullt af litlum skriðdrekum og ég þarf að hafa ofan af fyrir þeim mest allt eftir hádegi..... allt í einu fékk ég svona rosa þungt fyrir hjartað.... hnút, svita og alle sammen....
Ég veit þetta gengur allt vel, gæti bara verið líka þessi típíski stresshnútur sem maður fær yfirleitt daginn fyrir fyrsta vinnudaginn....
Og á morgun byrjar ballið..
Nú erum við Kitara einar heima, gott veður, rólegt og notalegt. þarf samt að fara upp í skóla aftur á eftir því allt í einu í morgun bættust við 2 börn í hópinn og að sjálfsögðu þarf ég að undibúa þeirra komu líka.
Alvaran byrjar á morgun, stressið er til staðar en samt ekki, þetta eru allt svo indælir krakkar hérna. Og staffið í skólanum afar næs og skemmtilegt. Fólk á öllum aldri. Ég er með netfang í skólanum, en nota það sennilegast ekki mikið, en þið megið hafa það svona líka, nema ekki senda stóran póst á það, veit ekki alveg hvernig það fer með kerfið. gudrun@gf.is
Nú erum við Kitara einar heima, gott veður, rólegt og notalegt. þarf samt að fara upp í skóla aftur á eftir því allt í einu í morgun bættust við 2 börn í hópinn og að sjálfsögðu þarf ég að undibúa þeirra komu líka.
Alvaran byrjar á morgun, stressið er til staðar en samt ekki, þetta eru allt svo indælir krakkar hérna. Og staffið í skólanum afar næs og skemmtilegt. Fólk á öllum aldri. Ég er með netfang í skólanum, en nota það sennilegast ekki mikið, en þið megið hafa það svona líka, nema ekki senda stóran póst á það, veit ekki alveg hvernig það fer með kerfið. gudrun@gf.is
sunnudagur, ágúst 24, 2003
Mega pirruð í skapinu............
Æ bara þetta sama og venjulega, allt í drasli - sama hve vel maður tekur alltaf til - alltaf allt komið í sama farið. Mér finnst bara lágmark þegar maður býr einhverstaðar inni á einhverjum að maður lyfti aðeins hendi til að ganga frá - sérstaklega ef það er eftir mann sjálfan. Nei nei - drekka, samlokur og vera í tölvunni, já og vinna svona endrum og eins.
Ég ryksugaði uppi, Hjölli er að vinna í hæð 2. Valur er nývaknaður og í tölvunni. Eldhúsið er í rúst, og ég fór yfir hvað það var sem ég hef notað þar inni, það hefur ekkert verið eldað undanfarna daga, svo það er ekkert svoleiðis, já ég átti kaffibollann minn..... já kaffibollann minn, samt er vaskurinn ógeðslegur því einhver hafði hellt feiti yfir allan vaskinn og uppþvottaburstann svo hann er ógeð, bekkir, borð og eldavél eru ógeð. Þetta er allt í lagi, Valur situr í tölvunni og drekkur bjór. Ég er rosa hrædd um að fljótlega missi ég mig.
Svo sá ég að Hjölli var kominn í bjórinn líka, talandi um að við myndum renna út í Vattarnes til að ná í eitthvað bla bla bla - huh - ég sko er búin að opna mér minn bjór- nenni ekki að standa í þessu lengur. Af hverju ætti ég eitthvað að vera gúddí gúddí þegar þeir tveir láta stundum eins og asnar. Aðallega þá Valur - meira að segja Hjölla blöskrar. Ég er bara búin að fá nóg.
Og for the record = þá ætla ég ekki að taka til í eldhúsinu!!!!
Æ bara þetta sama og venjulega, allt í drasli - sama hve vel maður tekur alltaf til - alltaf allt komið í sama farið. Mér finnst bara lágmark þegar maður býr einhverstaðar inni á einhverjum að maður lyfti aðeins hendi til að ganga frá - sérstaklega ef það er eftir mann sjálfan. Nei nei - drekka, samlokur og vera í tölvunni, já og vinna svona endrum og eins.
Ég ryksugaði uppi, Hjölli er að vinna í hæð 2. Valur er nývaknaður og í tölvunni. Eldhúsið er í rúst, og ég fór yfir hvað það var sem ég hef notað þar inni, það hefur ekkert verið eldað undanfarna daga, svo það er ekkert svoleiðis, já ég átti kaffibollann minn..... já kaffibollann minn, samt er vaskurinn ógeðslegur því einhver hafði hellt feiti yfir allan vaskinn og uppþvottaburstann svo hann er ógeð, bekkir, borð og eldavél eru ógeð. Þetta er allt í lagi, Valur situr í tölvunni og drekkur bjór. Ég er rosa hrædd um að fljótlega missi ég mig.
Svo sá ég að Hjölli var kominn í bjórinn líka, talandi um að við myndum renna út í Vattarnes til að ná í eitthvað bla bla bla - huh - ég sko er búin að opna mér minn bjór- nenni ekki að standa í þessu lengur. Af hverju ætti ég eitthvað að vera gúddí gúddí þegar þeir tveir láta stundum eins og asnar. Aðallega þá Valur - meira að segja Hjölla blöskrar. Ég er bara búin að fá nóg.
Og for the record = þá ætla ég ekki að taka til í eldhúsinu!!!!
Til Akureyrar og aftur heim!!!!!!!!
Góða kvöldið gott fólk!
Vorum að koma heim. Ákváðum kl níu í morgun að brenna inn á Akureyri til að kaupa málningu á húsið. Gott veður, allir vel hvíldir og bara gaman!!
Kítara byrjaði daginn á að fara með mér í sturtu! Var alls ekkert vel við það, enda ætlum við að gera aðra tilraun eftir viku, td var núna ekkert sjampó í dæminu, bara smá skol með sturtuhausnum, bleytt vel í.
Hún stóð sig eins og hetja (as we speak þá er hún að naga tannbursta sem hún stal sér einhverstaðar..) hún semst já tók ferðinni vel, enda ekkert smá leið fyrir svona lítinn kropp. Enda var hún veglega verðlaunuð.
Komum heim til mömmu og pabba, hringdum ekkert á undan okkur, enda var svipurinn á pabba one in a million, hefði átt að vera með myndavél þegar ég kallaði á hann.
Við stoppuðum sama og ekkert á Akureyri, keyptum 100 L af málningu, og fórum í sveitina aftur. Afi og amma eru þar í heimsókn, og var Kitöru tekið sérstaklega vel, nema af Herkúlesi, hún reyndi nebblea að stela boltanum hans, og ég hef aldrei heyrt hundinn urra eins og hann gerði þarna. En hann var samt góður við hana, en greyið varð frekar abbó. En það er lítið mál að blíðka hann, smá "gleypa" og allt er í gúddi aftur. Gleypa er afskurður af kjöti, þe fita og þess háttar, sem honum finnst afar gott. Orðið gleypa kemur af því að hann hreinlega gleypir gúmmulaðið.
Við vorum í kvöldmat i Birkihrauninu, en ákváðum að vera ekkert að gista, okkur langaði heim.
Fínn dagur í dag, allir þreyttir, saddir, sælir og glaðir.
Góða kvöldið gott fólk!
Vorum að koma heim. Ákváðum kl níu í morgun að brenna inn á Akureyri til að kaupa málningu á húsið. Gott veður, allir vel hvíldir og bara gaman!!
Kítara byrjaði daginn á að fara með mér í sturtu! Var alls ekkert vel við það, enda ætlum við að gera aðra tilraun eftir viku, td var núna ekkert sjampó í dæminu, bara smá skol með sturtuhausnum, bleytt vel í.
Hún stóð sig eins og hetja (as we speak þá er hún að naga tannbursta sem hún stal sér einhverstaðar..) hún semst já tók ferðinni vel, enda ekkert smá leið fyrir svona lítinn kropp. Enda var hún veglega verðlaunuð.
Komum heim til mömmu og pabba, hringdum ekkert á undan okkur, enda var svipurinn á pabba one in a million, hefði átt að vera með myndavél þegar ég kallaði á hann.
Við stoppuðum sama og ekkert á Akureyri, keyptum 100 L af málningu, og fórum í sveitina aftur. Afi og amma eru þar í heimsókn, og var Kitöru tekið sérstaklega vel, nema af Herkúlesi, hún reyndi nebblea að stela boltanum hans, og ég hef aldrei heyrt hundinn urra eins og hann gerði þarna. En hann var samt góður við hana, en greyið varð frekar abbó. En það er lítið mál að blíðka hann, smá "gleypa" og allt er í gúddi aftur. Gleypa er afskurður af kjöti, þe fita og þess háttar, sem honum finnst afar gott. Orðið gleypa kemur af því að hann hreinlega gleypir gúmmulaðið.
Við vorum í kvöldmat i Birkihrauninu, en ákváðum að vera ekkert að gista, okkur langaði heim.
Fínn dagur í dag, allir þreyttir, saddir, sælir og glaðir.
miðvikudagur, ágúst 20, 2003
Góðan daginn gott fólk.
Ég er mætt til vinnu, ein á svæðinu, er að byrja á uppgjörum. Virðist sem enginn vilji gera þessi uppgjör og ég er að hætta, veit ekki hvernig það fer, en allavega eru ókláruð uppgjör eftir 4 daga!!
Ég fór í ensku próf í gær, og veit ekki hvernig mér gekk, hef á tilfinningunni að ég hafi tekið próf upp á sjö, en gæti allt alveg eins fengið fjóra. Voru þarna nokkur orð sem ég skildi ekki og þau voru key orð varðandi spurninguna. En eins og þið vitið þá er ég rosalega kröfuhörð á sjálfa mig varðandi þessa hluti og einblíni á þessi 2-4 atriði af 100 sem ég skildi ekki (þessi kafli hafði 100 málfræði spurningar og það voru 2-4 sem ég náði ekki og þessi málfræðikafli var einn af 3 köflum prófsins)
En þetta kemur í ljós! Best að byrja á þessu drasli, svo fer ég á fund skólastjórans kl ellefu, hafði hugsað mér að þetta yrði eina vinnan hérna í búðinni í dag. Ætla að reyna að hætta um þrjú í dag svo Hjölli geti farið að beita.
Ég er hætt á föstum launum hérna, svo allt sem ég vinn hér fæ ég borgað 15 næsta mánaðar, án skattkorts, og ég hugsa að hann vinna borgi betur en þessir fáu tímar hérna hjá mér.
Ég er mætt til vinnu, ein á svæðinu, er að byrja á uppgjörum. Virðist sem enginn vilji gera þessi uppgjör og ég er að hætta, veit ekki hvernig það fer, en allavega eru ókláruð uppgjör eftir 4 daga!!
Ég fór í ensku próf í gær, og veit ekki hvernig mér gekk, hef á tilfinningunni að ég hafi tekið próf upp á sjö, en gæti allt alveg eins fengið fjóra. Voru þarna nokkur orð sem ég skildi ekki og þau voru key orð varðandi spurninguna. En eins og þið vitið þá er ég rosalega kröfuhörð á sjálfa mig varðandi þessa hluti og einblíni á þessi 2-4 atriði af 100 sem ég skildi ekki (þessi kafli hafði 100 málfræði spurningar og það voru 2-4 sem ég náði ekki og þessi málfræðikafli var einn af 3 köflum prófsins)
En þetta kemur í ljós! Best að byrja á þessu drasli, svo fer ég á fund skólastjórans kl ellefu, hafði hugsað mér að þetta yrði eina vinnan hérna í búðinni í dag. Ætla að reyna að hætta um þrjú í dag svo Hjölli geti farið að beita.
Ég er hætt á föstum launum hérna, svo allt sem ég vinn hér fæ ég borgað 15 næsta mánaðar, án skattkorts, og ég hugsa að hann vinna borgi betur en þessir fáu tímar hérna hjá mér.
mánudagur, ágúst 18, 2003
Jæja - þá er ég loks komin heim aftur.
Fór af stað um hádegi til að koma stráknum í flug. Kitara kom með okkur og stóð sig vel á leiðinni.
Dönsku prófið gekk ok, fifty fifty að ég nái.... var frekar strembið mundi ég segia. Kemur í ljós. Það var búið kl sex, svo þá fórum við inn á Eskifjörð í mat til tengdó, og Hjölli þurfti að aðstoða hann við eitthvað. Við settum ól á Kitöru í fyrsta skipti. Hún var ekkert ánægð fyrst, hundfúl, klæjaði óskaplega, en núna er hún búin að gleyma henni (þar til hana klæjar næst)
Hún beið eftir okkur ein í bílnum þegar við versluðum í Bónus á Egilsstöðum, sem var alveg snilld, ekkert smá dugleg! og á leiðinni heim sat hún ein í aftursætinu og svaf, alveg róleg, meira að segja hætt að kippa sér upp við malarvegi, þar sem bíllinn hristist einum of mikið. Langur dagur fyrir svona litla hvutta, en hún er býsna sæl og ánægð með lífið og tilveruna.
Svo er ensku prófið á morgun, hlakka til að fara í það, mér finnst það spennandi að sjá hvar ég stend í því....
En núna ætla ég að rífa úr mér augun, að keyra í svarta þoku þar sem varla sést á milli stika (hvað þá í myrkri og á Vattarnesskriðunum) gerir mann býsna þreyttan, hlakka til að skríða upp í bæli og hafa það gott, lesa jafnvel smá og sofna yfir bókinni :o)
Fór af stað um hádegi til að koma stráknum í flug. Kitara kom með okkur og stóð sig vel á leiðinni.
Dönsku prófið gekk ok, fifty fifty að ég nái.... var frekar strembið mundi ég segia. Kemur í ljós. Það var búið kl sex, svo þá fórum við inn á Eskifjörð í mat til tengdó, og Hjölli þurfti að aðstoða hann við eitthvað. Við settum ól á Kitöru í fyrsta skipti. Hún var ekkert ánægð fyrst, hundfúl, klæjaði óskaplega, en núna er hún búin að gleyma henni (þar til hana klæjar næst)
Hún beið eftir okkur ein í bílnum þegar við versluðum í Bónus á Egilsstöðum, sem var alveg snilld, ekkert smá dugleg! og á leiðinni heim sat hún ein í aftursætinu og svaf, alveg róleg, meira að segja hætt að kippa sér upp við malarvegi, þar sem bíllinn hristist einum of mikið. Langur dagur fyrir svona litla hvutta, en hún er býsna sæl og ánægð með lífið og tilveruna.
Svo er ensku prófið á morgun, hlakka til að fara í það, mér finnst það spennandi að sjá hvar ég stend í því....
En núna ætla ég að rífa úr mér augun, að keyra í svarta þoku þar sem varla sést á milli stika (hvað þá í myrkri og á Vattarnesskriðunum) gerir mann býsna þreyttan, hlakka til að skríða upp í bæli og hafa það gott, lesa jafnvel smá og sofna yfir bókinni :o)
sunnudagur, ágúst 17, 2003
Hmmm, kannski ég haldi mig bara hérna. og peisti inn það sem ég skrifaði hinum megin. fíla þetta ok, gat svo lítið breytt letri og stærð þess, maður þurfti að rýna á skjáinn til að lesa það......
Laugardagur:
Í dag fórum við Hjölli og Kítara í gönguferð niður í hótel sjoppu. Rosa gaman. Á leiðinni heim var hún ærslafull og hlýddi ekki köllum okkar um að koma. Enda fór það þannig að hún prílaði niður brekkuna beint fyrir ofan lækinn sem rennur undir götuna. Hjölli reyndi að ná til hennar en hún datt niður. Þetta er ágætt fall, og beint niður í lækinn og steinanna. Ég gjörsamlega fraus þegar ég sá að hún datt og þar til ég heyrði í henni, ég var svo hrædd um að ég mundi ekki heyra í henni. En hún hljóðaði svo rosalega og grét og grét. Rosalega varð ég hrædd um að hún hefði meitt sig. Ég hef held ég aldrei fundið fyrir þessu áður, ekki svona hræðslu, fannst eins og partur af mér væri þarna niðri á meðan Hjðlli náði henni upp aftur.
Við komum svo með hana heim, sem betur fer er þetta lækurinn næst húsinu okkar svo það var ekki langt að fara, en nógu langt fannst okkur öllum þremur að ég held. Hún var í sjokki greyið, titraði öll og grét hástöfum. Hafið þið heyrt hvolpa gráta? þetta nístir inn og manni finnur svo til með þeim. Sérstaklega eins og með henni þar sem hún hefur alls ekkert grátið síðan hún kom. Ekkert fyrsta kvöldið eins og er svo algengt. Hún er afar sterkur persónuleiki og lætur fátt raska ró sinni.
En við komum með hana heim og lögðumst með hana upp í rúm. Skoðuðum hana gaumgæfilega, og það eina sem við fundum var að á trýninu er skráma og smá bólga. Ekkert brotið, þakka guði fyrir það. Svo var það spurningin um innvortis meiðsli, ef ske kynni að hún hefði lent á mallanum. En þegar hún vaknaði þá drakk hún og át, og allt sem kom niður úr henni var eðlilegt.
Sem sagt í dag fékk ég smjörþefinn af því hvernig það er að vera foreldri, þegar eitthvað tengist manni svona rosalega, maður ræður ekkert við tilfinningarnar þegar eitthvað kemur uppá, og gleðin þegar allt er í lagi.
Bara þessar tvær vikur og hún hefur gefið manni svo rosalega margt. Ég get ekki lýst tilfinningunni þegar hún kemur og vill skrýða upp í fangið á manni til að kúra.
Og ég lagði mig um hálf tvö í dag, Rotaðist um tvö, rumskaði um þrjú þegar Hjölli kom með Kitöru til mín og svo sváfum við á okkar græna til fjögur. Mikið svakalega var það gott að fá að sofa svona aðeins. Ég er greinilega mjög þreytt. Líka vegna þess að það eru tveir auka á heimilinu og ég er orðin afar þreytt á þeim. Hlakka mikið til að losna við þá. Þó svo þeir eru ekki mikið fyrir mér þá er þetta bara auka áreiti í kringum mann, maður kemur heim úr vinnu og þeir eru þarna, maður getur aldrei verið maður sjálfur, eins og maður er vanur. Ég vil geta labbað á túttunum niður á bað á morgnana eða næturnar til að pissa. En td er Valur alltaf á netinu til fjögur, fimm eða sex á morgnana. Drekkur bjór og vinnur samt á virkum dögum.... Strákurinn er eins og gúmmiteygja á pabba sínum, eltir hann jafnvel inn á klósett, Hjölli snýr sér við og labbar á hann því hann er alltaf fyrir aftan hann. Ég sendi strákinn niður um daginn og sagði bara við hann "Atli ertu til í að leyfa okkur pabba þínum að tala aðeins saman".... rosalega verður þetta notalegt þegar þeir eru farnir...
Laugardagur:
Í dag fórum við Hjölli og Kítara í gönguferð niður í hótel sjoppu. Rosa gaman. Á leiðinni heim var hún ærslafull og hlýddi ekki köllum okkar um að koma. Enda fór það þannig að hún prílaði niður brekkuna beint fyrir ofan lækinn sem rennur undir götuna. Hjölli reyndi að ná til hennar en hún datt niður. Þetta er ágætt fall, og beint niður í lækinn og steinanna. Ég gjörsamlega fraus þegar ég sá að hún datt og þar til ég heyrði í henni, ég var svo hrædd um að ég mundi ekki heyra í henni. En hún hljóðaði svo rosalega og grét og grét. Rosalega varð ég hrædd um að hún hefði meitt sig. Ég hef held ég aldrei fundið fyrir þessu áður, ekki svona hræðslu, fannst eins og partur af mér væri þarna niðri á meðan Hjðlli náði henni upp aftur.
Við komum svo með hana heim, sem betur fer er þetta lækurinn næst húsinu okkar svo það var ekki langt að fara, en nógu langt fannst okkur öllum þremur að ég held. Hún var í sjokki greyið, titraði öll og grét hástöfum. Hafið þið heyrt hvolpa gráta? þetta nístir inn og manni finnur svo til með þeim. Sérstaklega eins og með henni þar sem hún hefur alls ekkert grátið síðan hún kom. Ekkert fyrsta kvöldið eins og er svo algengt. Hún er afar sterkur persónuleiki og lætur fátt raska ró sinni.
En við komum með hana heim og lögðumst með hana upp í rúm. Skoðuðum hana gaumgæfilega, og það eina sem við fundum var að á trýninu er skráma og smá bólga. Ekkert brotið, þakka guði fyrir það. Svo var það spurningin um innvortis meiðsli, ef ske kynni að hún hefði lent á mallanum. En þegar hún vaknaði þá drakk hún og át, og allt sem kom niður úr henni var eðlilegt.
Sem sagt í dag fékk ég smjörþefinn af því hvernig það er að vera foreldri, þegar eitthvað tengist manni svona rosalega, maður ræður ekkert við tilfinningarnar þegar eitthvað kemur uppá, og gleðin þegar allt er í lagi.
Bara þessar tvær vikur og hún hefur gefið manni svo rosalega margt. Ég get ekki lýst tilfinningunni þegar hún kemur og vill skrýða upp í fangið á manni til að kúra.
Og ég lagði mig um hálf tvö í dag, Rotaðist um tvö, rumskaði um þrjú þegar Hjölli kom með Kitöru til mín og svo sváfum við á okkar græna til fjögur. Mikið svakalega var það gott að fá að sofa svona aðeins. Ég er greinilega mjög þreytt. Líka vegna þess að það eru tveir auka á heimilinu og ég er orðin afar þreytt á þeim. Hlakka mikið til að losna við þá. Þó svo þeir eru ekki mikið fyrir mér þá er þetta bara auka áreiti í kringum mann, maður kemur heim úr vinnu og þeir eru þarna, maður getur aldrei verið maður sjálfur, eins og maður er vanur. Ég vil geta labbað á túttunum niður á bað á morgnana eða næturnar til að pissa. En td er Valur alltaf á netinu til fjögur, fimm eða sex á morgnana. Drekkur bjór og vinnur samt á virkum dögum.... Strákurinn er eins og gúmmiteygja á pabba sínum, eltir hann jafnvel inn á klósett, Hjölli snýr sér við og labbar á hann því hann er alltaf fyrir aftan hann. Ég sendi strákinn niður um daginn og sagði bara við hann "Atli ertu til í að leyfa okkur pabba þínum að tala aðeins saman".... rosalega verður þetta notalegt þegar þeir eru farnir...
laugardagur, ágúst 16, 2003
Jæja - reyndar er komið vel frammyfir minn svefntíma. En mér líður eitthvað svo vel. Er í fríi á morgun !! og það var frábært veður í dag og því er spáð alla helgina!!
Svo núna er ég að spá í að njóta hennar í garðinum, með Kítöru og dönskubækurnar sem ég fékk lánaðar til að dusta rykið af málfræðinni.
Kítara er annars afar pirruð vegna tannatöku, og oft er ekkert hægt að gera til að róa hana eða gera henni til geðs. Bara að leika, og gefa henni tíma.
En við erum að fá okkur smá öl, í rólegheitunum. Maður að nafni Valdimar er í heimsókn, nágranni okkar og verðandi samstarfsmaður minn uppi í skóla. Hann sér um tölvurnar þar. Held að hann sé einn í heimili og hann dúkkaði upp með kippu og vantaði félagsskap, og að sjálfsögðu var hann velkominn hingað.
Strákurinn sofnaður og Valur á barnum (ágætlega geymdur þar til að sukka) svo þetta er ágætt, smá "breik".
Vonandi hafið þið það gott um helgina, heyrumst síðar.
Svo núna er ég að spá í að njóta hennar í garðinum, með Kítöru og dönskubækurnar sem ég fékk lánaðar til að dusta rykið af málfræðinni.
Kítara er annars afar pirruð vegna tannatöku, og oft er ekkert hægt að gera til að róa hana eða gera henni til geðs. Bara að leika, og gefa henni tíma.
En við erum að fá okkur smá öl, í rólegheitunum. Maður að nafni Valdimar er í heimsókn, nágranni okkar og verðandi samstarfsmaður minn uppi í skóla. Hann sér um tölvurnar þar. Held að hann sé einn í heimili og hann dúkkaði upp með kippu og vantaði félagsskap, og að sjálfsögðu var hann velkominn hingað.
Strákurinn sofnaður og Valur á barnum (ágætlega geymdur þar til að sukka) svo þetta er ágætt, smá "breik".
Vonandi hafið þið það gott um helgina, heyrumst síðar.
föstudagur, ágúst 15, 2003
Hæ ég er að stelast til að blogga úr vinnunni..... tíhíhí..
ég nebbnilega er sko búin að vera að vinna síðan átta - uppgjör og bla bla - og er að bíða eftir mjólkurbílnum.
Kítara vaknaði kl fimm og er ég lítið búin að sofa siðan. Minn verður ekkert smá mega þreyttur í kvöld en nú er bíllinn kominn!!!
ég nebbnilega er sko búin að vera að vinna síðan átta - uppgjör og bla bla - og er að bíða eftir mjólkurbílnum.
Kítara vaknaði kl fimm og er ég lítið búin að sofa siðan. Minn verður ekkert smá mega þreyttur í kvöld en nú er bíllinn kominn!!!
fimmtudagur, ágúst 14, 2003
3 tilraun til að koma þessu á netið!!!!
Í hin 2 skiptin hefur Hjölli restartað og allt horfið af f***ing skjánum - nett pirruð!!
En, til að gera þetta stutt (mega pirruð yfir að þurfa að pikka allt inn aftur) þá er lífið ok.
Versló var yndæl. Fór í sveitina eftir langa vinnuviku.
Á leiðinni heim náðum við í litla dýrlinginn minn, Kitöru, sem er 7 vikna border collie, og er hún ástæða þess að ég hef ekkert verið í tölvunni undanfarið. Hún er alger snillingur sú stutta, og er afar hress hvolpur. Kitara þe nafnið kemur úr Dragon Lance bókunum, eftir kvenpersónu, sem er herforingi, "warrior princess" sem er óhrædd við að kanna nýja hluti og staði, og lætur fátt sér koma á óvart.
Við erum líka búin að taka milljón myndir af henni, og ég vona að ég finni tíma um helgina til að koma þeim á netið.
Hún og Herkúles hafa hist, það var núna á sunnudaginn, og það var alger snilld að fylgjast með því. Hann meira að segja nennti að leika sér við hana, en auðvitað þurfti að skóla hana til aðeins. En hún lét sér um fátt finnast og var fljót að standa upp aftur og halda áfram leiknum.
Ragga kom til mín á föstudaginn var. Það var yndislegt að hafa hana í þessa fáu daga sem hún var hérna. Fengum okkur öl og spiluðum yatzy. Ég sýndi henni "barinn" sem var eins og vanalega - tómur, nema þessar fáu örlagabyttur sem eru þar daglega.
En við náðum að skemmta okkur - enda erum við svo skemmtilegar að við þurfum ekkert fleira !! HAHAHAHAHA!!!!
Ég fæ sko frí um helgina!!!!! Búin að vera að vinna mikið, mæti flesta morgna kl átta, og td á morgun er ég frá átta til sjö!
Svo bætir ekki að Valur, vinur Hjölla er hérna. Við pikkuðum hann upp á leiðinni til baka úr Mývó um versló, og hann byrjaði að vinna hérna. Hann býr hjá okkur á meðan hann fær annað húsnæði. Og svo er strákurinn ennþá hérna, sem hefur ekki gengið snuðrulaust fyrir sig. Það er eitthvað mega mikið að þar í kolli. En það er afar orkufrekt að hafa þá tvo hérna. Ég hlakka geggjað til þess dags sem þeir verða farnir. Strákurinn fer núna á mánudaginn, spurning með Val.
Í næstu viku byrja ég svo að vinna í skólanum. Tek prófin mín á mán. og þrið. Og mér skilst á Hirti, verslunarstjóranum að ég sé meira og minna laus frá búðini eftir það. Verð að segja að ég hlakki til. Er orðin frekar þreytt á þessu enda eru dagarnir langir. Er að vona að ég losni þaðan á miðvikudeginum, þá er ég hálfan daginn í skólanum að vinna þar sem skólaselið hefst ekki fyrr en 25 ágúst.
En núna ætla ég að hætta og fara að slappa af.
Vonandi svarar þetta spurningum ykkar um hvernig lífið sé þessa dagana úti á landi!!
Í hin 2 skiptin hefur Hjölli restartað og allt horfið af f***ing skjánum - nett pirruð!!
En, til að gera þetta stutt (mega pirruð yfir að þurfa að pikka allt inn aftur) þá er lífið ok.
Versló var yndæl. Fór í sveitina eftir langa vinnuviku.
Á leiðinni heim náðum við í litla dýrlinginn minn, Kitöru, sem er 7 vikna border collie, og er hún ástæða þess að ég hef ekkert verið í tölvunni undanfarið. Hún er alger snillingur sú stutta, og er afar hress hvolpur. Kitara þe nafnið kemur úr Dragon Lance bókunum, eftir kvenpersónu, sem er herforingi, "warrior princess" sem er óhrædd við að kanna nýja hluti og staði, og lætur fátt sér koma á óvart.
Við erum líka búin að taka milljón myndir af henni, og ég vona að ég finni tíma um helgina til að koma þeim á netið.
Hún og Herkúles hafa hist, það var núna á sunnudaginn, og það var alger snilld að fylgjast með því. Hann meira að segja nennti að leika sér við hana, en auðvitað þurfti að skóla hana til aðeins. En hún lét sér um fátt finnast og var fljót að standa upp aftur og halda áfram leiknum.
Ragga kom til mín á föstudaginn var. Það var yndislegt að hafa hana í þessa fáu daga sem hún var hérna. Fengum okkur öl og spiluðum yatzy. Ég sýndi henni "barinn" sem var eins og vanalega - tómur, nema þessar fáu örlagabyttur sem eru þar daglega.
En við náðum að skemmta okkur - enda erum við svo skemmtilegar að við þurfum ekkert fleira !! HAHAHAHAHA!!!!
Ég fæ sko frí um helgina!!!!! Búin að vera að vinna mikið, mæti flesta morgna kl átta, og td á morgun er ég frá átta til sjö!
Svo bætir ekki að Valur, vinur Hjölla er hérna. Við pikkuðum hann upp á leiðinni til baka úr Mývó um versló, og hann byrjaði að vinna hérna. Hann býr hjá okkur á meðan hann fær annað húsnæði. Og svo er strákurinn ennþá hérna, sem hefur ekki gengið snuðrulaust fyrir sig. Það er eitthvað mega mikið að þar í kolli. En það er afar orkufrekt að hafa þá tvo hérna. Ég hlakka geggjað til þess dags sem þeir verða farnir. Strákurinn fer núna á mánudaginn, spurning með Val.
Í næstu viku byrja ég svo að vinna í skólanum. Tek prófin mín á mán. og þrið. Og mér skilst á Hirti, verslunarstjóranum að ég sé meira og minna laus frá búðini eftir það. Verð að segja að ég hlakki til. Er orðin frekar þreytt á þessu enda eru dagarnir langir. Er að vona að ég losni þaðan á miðvikudeginum, þá er ég hálfan daginn í skólanum að vinna þar sem skólaselið hefst ekki fyrr en 25 ágúst.
En núna ætla ég að hætta og fara að slappa af.
Vonandi svarar þetta spurningum ykkar um hvernig lífið sé þessa dagana úti á landi!!