Jæja - þá er ég loks komin heim aftur.
Fór af stað um hádegi til að koma stráknum í flug. Kitara kom með okkur og stóð sig vel á leiðinni.
Dönsku prófið gekk ok, fifty fifty að ég nái.... var frekar strembið mundi ég segia. Kemur í ljós. Það var búið kl sex, svo þá fórum við inn á Eskifjörð í mat til tengdó, og Hjölli þurfti að aðstoða hann við eitthvað. Við settum ól á Kitöru í fyrsta skipti. Hún var ekkert ánægð fyrst, hundfúl, klæjaði óskaplega, en núna er hún búin að gleyma henni (þar til hana klæjar næst)
Hún beið eftir okkur ein í bílnum þegar við versluðum í Bónus á Egilsstöðum, sem var alveg snilld, ekkert smá dugleg! og á leiðinni heim sat hún ein í aftursætinu og svaf, alveg róleg, meira að segja hætt að kippa sér upp við malarvegi, þar sem bíllinn hristist einum of mikið. Langur dagur fyrir svona litla hvutta, en hún er býsna sæl og ánægð með lífið og tilveruna.
Svo er ensku prófið á morgun, hlakka til að fara í það, mér finnst það spennandi að sjá hvar ég stend í því....
En núna ætla ég að rífa úr mér augun, að keyra í svarta þoku þar sem varla sést á milli stika (hvað þá í myrkri og á Vattarnesskriðunum) gerir mann býsna þreyttan, hlakka til að skríða upp í bæli og hafa það gott, lesa jafnvel smá og sofna yfir bókinni :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli