Jæja - reyndar er komið vel frammyfir minn svefntíma. En mér líður eitthvað svo vel. Er í fríi á morgun !! og það var frábært veður í dag og því er spáð alla helgina!!
Svo núna er ég að spá í að njóta hennar í garðinum, með Kítöru og dönskubækurnar sem ég fékk lánaðar til að dusta rykið af málfræðinni.
Kítara er annars afar pirruð vegna tannatöku, og oft er ekkert hægt að gera til að róa hana eða gera henni til geðs. Bara að leika, og gefa henni tíma.
En við erum að fá okkur smá öl, í rólegheitunum. Maður að nafni Valdimar er í heimsókn, nágranni okkar og verðandi samstarfsmaður minn uppi í skóla. Hann sér um tölvurnar þar. Held að hann sé einn í heimili og hann dúkkaði upp með kippu og vantaði félagsskap, og að sjálfsögðu var hann velkominn hingað.
Strákurinn sofnaður og Valur á barnum (ágætlega geymdur þar til að sukka) svo þetta er ágætt, smá "breik".
Vonandi hafið þið það gott um helgina, heyrumst síðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli