föstudagur, ágúst 29, 2003

Og ég náði enskuprófinu !!!!!!

Slepp semst við 212 og fer eftir áramót í 303 - ég er svaka ánægð með það!!!
Var að vakna - er með fyrsta kaffibollann og fyrstu sígó dagsins - afar mygluð. Tíkin er úti - í bandi - gekk ekkert annað því um daginn var hún gómuð inni í húsi nágrannans - sem betur fer er Jóhanna - nágranni - rosa líbó manneskja - hefði sennilegast ekkert haft neitt á móti heimsókninni ef það væri ekki fyrir ofnæmi elsta sonarins fyrir dýrum... Og Kítara er á þessum aldri að vera með banana í eyrum fram og aftur - út og suður.

Og Valur er semst enn hjá okkur - er ég er alveg við það að fá nóg. Geta þessir menn ekki einu sinni unnið heilan vinnudag án þess að fá sér þrjú kaffi á barnum?? Allavega skulum við orða það þannig að það hefur ekkert góð áhrif á heimilislífið - þar sem allir vita að sumir eru veikir fyrir þess háttar líferni og þetta hjálpar ekki til. I want this man out of my house!!!!

Engin ummæli: