Laugardagskvöld um borð í Lagarfljótsorminum!
En enginn náði mynd af orminum sjálfum sem getur gefið kr. 500.000.- í vasann á bæjarskrifstofunni !!
En það sem af er af helginni þá komu skyndilega í heimsókn í gær Gummi og hans kona sem er frá Litháen - Rima, hef reyndar ekki hugmynd um hvernig það er stafað. Gummi er einn af þessum gaurum sem er afar oft á fylleríi og verður yfirleitt svo hryllilega fullur og erfiður. Rima er háskólamenntuð, 29 ára, lítil og næs. Henni fynnst gaman að fá sér í glas í góðra vina hópi - en hún er nýflutt hingað með honum og þekkir engann enn. Hún talar íslensku en frekar bjagaða og það háir henni. Svo við Rima áttum mjög notalegt kvöld í gær. Hjölli fór sem "chaperon" á barinn með Gumma og Val, þeir tveir voru býsna skrautlegir. Rima ræður ekkert við Gumma og hans drykkju. Svo hjálpuðum við Hjölli henni að koma manninum heim.
Í dag var rólegur dagur. Ætluðum að fara og ná í málninguna á Reyðarfjörð en hún var ekki komin, frekar fúlt. Svo við horfðum bara á Andromedia sem eru þættir í anda Star Trek - ekkert smá skemmtilegir, og slöppuðum af.
Kolla náði í okkur og við brunuðum á tveimur bílum á Egilsstaði sem við fórum um borð í Orminn. Þar var sungið og trallað og drukkinn bjór. Við stoppuðum í vík sem ég reyndar man ekki hvað heitir - náði reyndar aldrei nafninu á staðnum. Þar var grillað, drukkið meir og sungið enn meir. Kveiktir varðeldar og hvað eina. Þetta var semst grillparty KHB þar sem starfsfólk úr öllum búðunum hittust og hitti ég þar nokkra sem ég hef talað við í síma.
Þetta var mjög gaman - en heldur langt.
Kítara var ein heima - Valur reyndar á svæðinu - en hann hlýtur að hafa farið út því núna - as we speak - þá er kvinna uppi - Björg að nafni - sem kom einmitt með honum helgina sem Ragga vinkona var hérna. Hún er semst að væflast um uppi og hann hérna niðri að hanga á netinu. Reyndar hélt ég að netið væri ekki í gangi vegna þess að sumir litlir ferfættir nöguðu í sundur snúruna þe símasnúruna sem adslið er tengt á. En irq fíkillinn hefur auðvitað náð að koma því í lag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli