Góðan daginn gott fólk.
Ég er mætt til vinnu, ein á svæðinu, er að byrja á uppgjörum. Virðist sem enginn vilji gera þessi uppgjör og ég er að hætta, veit ekki hvernig það fer, en allavega eru ókláruð uppgjör eftir 4 daga!!
Ég fór í ensku próf í gær, og veit ekki hvernig mér gekk, hef á tilfinningunni að ég hafi tekið próf upp á sjö, en gæti allt alveg eins fengið fjóra. Voru þarna nokkur orð sem ég skildi ekki og þau voru key orð varðandi spurninguna. En eins og þið vitið þá er ég rosalega kröfuhörð á sjálfa mig varðandi þessa hluti og einblíni á þessi 2-4 atriði af 100 sem ég skildi ekki (þessi kafli hafði 100 málfræði spurningar og það voru 2-4 sem ég náði ekki og þessi málfræðikafli var einn af 3 köflum prófsins)
En þetta kemur í ljós! Best að byrja á þessu drasli, svo fer ég á fund skólastjórans kl ellefu, hafði hugsað mér að þetta yrði eina vinnan hérna í búðinni í dag. Ætla að reyna að hætta um þrjú í dag svo Hjölli geti farið að beita.
Ég er hætt á föstum launum hérna, svo allt sem ég vinn hér fæ ég borgað 15 næsta mánaðar, án skattkorts, og ég hugsa að hann vinna borgi betur en þessir fáu tímar hérna hjá mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli