sunnudagur, ágúst 17, 2003

Hmmm, kannski ég haldi mig bara hérna. og peisti inn það sem ég skrifaði hinum megin. fíla þetta ok, gat svo lítið breytt letri og stærð þess, maður þurfti að rýna á skjáinn til að lesa það......

Laugardagur:
Í dag fórum við Hjölli og Kítara í gönguferð niður í hótel sjoppu. Rosa gaman. Á leiðinni heim var hún ærslafull og hlýddi ekki köllum okkar um að koma. Enda fór það þannig að hún prílaði niður brekkuna beint fyrir ofan lækinn sem rennur undir götuna. Hjölli reyndi að ná til hennar en hún datt niður. Þetta er ágætt fall, og beint niður í lækinn og steinanna. Ég gjörsamlega fraus þegar ég sá að hún datt og þar til ég heyrði í henni, ég var svo hrædd um að ég mundi ekki heyra í henni. En hún hljóðaði svo rosalega og grét og grét. Rosalega varð ég hrædd um að hún hefði meitt sig. Ég hef held ég aldrei fundið fyrir þessu áður, ekki svona hræðslu, fannst eins og partur af mér væri þarna niðri á meðan Hjðlli náði henni upp aftur.
Við komum svo með hana heim, sem betur fer er þetta lækurinn næst húsinu okkar svo það var ekki langt að fara, en nógu langt fannst okkur öllum þremur að ég held. Hún var í sjokki greyið, titraði öll og grét hástöfum. Hafið þið heyrt hvolpa gráta? þetta nístir inn og manni finnur svo til með þeim. Sérstaklega eins og með henni þar sem hún hefur alls ekkert grátið síðan hún kom. Ekkert fyrsta kvöldið eins og er svo algengt. Hún er afar sterkur persónuleiki og lætur fátt raska ró sinni.
En við komum með hana heim og lögðumst með hana upp í rúm. Skoðuðum hana gaumgæfilega, og það eina sem við fundum var að á trýninu er skráma og smá bólga. Ekkert brotið, þakka guði fyrir það. Svo var það spurningin um innvortis meiðsli, ef ske kynni að hún hefði lent á mallanum. En þegar hún vaknaði þá drakk hún og át, og allt sem kom niður úr henni var eðlilegt.

Sem sagt í dag fékk ég smjörþefinn af því hvernig það er að vera foreldri, þegar eitthvað tengist manni svona rosalega, maður ræður ekkert við tilfinningarnar þegar eitthvað kemur uppá, og gleðin þegar allt er í lagi.
Bara þessar tvær vikur og hún hefur gefið manni svo rosalega margt. Ég get ekki lýst tilfinningunni þegar hún kemur og vill skrýða upp í fangið á manni til að kúra.

Og ég lagði mig um hálf tvö í dag, Rotaðist um tvö, rumskaði um þrjú þegar Hjölli kom með Kitöru til mín og svo sváfum við á okkar græna til fjögur. Mikið svakalega var það gott að fá að sofa svona aðeins. Ég er greinilega mjög þreytt. Líka vegna þess að það eru tveir auka á heimilinu og ég er orðin afar þreytt á þeim. Hlakka mikið til að losna við þá. Þó svo þeir eru ekki mikið fyrir mér þá er þetta bara auka áreiti í kringum mann, maður kemur heim úr vinnu og þeir eru þarna, maður getur aldrei verið maður sjálfur, eins og maður er vanur. Ég vil geta labbað á túttunum niður á bað á morgnana eða næturnar til að pissa. En td er Valur alltaf á netinu til fjögur, fimm eða sex á morgnana. Drekkur bjór og vinnur samt á virkum dögum.... Strákurinn er eins og gúmmiteygja á pabba sínum, eltir hann jafnvel inn á klósett, Hjölli snýr sér við og labbar á hann því hann er alltaf fyrir aftan hann. Ég sendi strákinn niður um daginn og sagði bara við hann "Atli ertu til í að leyfa okkur pabba þínum að tala aðeins saman".... rosalega verður þetta notalegt þegar þeir eru farnir...

Engin ummæli: