Og á morgun byrjar ballið..
Nú erum við Kitara einar heima, gott veður, rólegt og notalegt. þarf samt að fara upp í skóla aftur á eftir því allt í einu í morgun bættust við 2 börn í hópinn og að sjálfsögðu þarf ég að undibúa þeirra komu líka.
Alvaran byrjar á morgun, stressið er til staðar en samt ekki, þetta eru allt svo indælir krakkar hérna. Og staffið í skólanum afar næs og skemmtilegt. Fólk á öllum aldri. Ég er með netfang í skólanum, en nota það sennilegast ekki mikið, en þið megið hafa það svona líka, nema ekki senda stóran póst á það, veit ekki alveg hvernig það fer með kerfið. gudrun@gf.is
Engin ummæli:
Skrifa ummæli