Og loksins föstudagur!!
Alltaf jafn ánægjulegt þegar þessir indælu dagar koma upp á dagatalinu!! Og að vera búin að vinna klukkan fjögur var alveg súper dúper æðislegt!!
Dagurinn gekk vel, krakkarnir skemmtilegir, þetta leggst alltaf betur og betur í mig. Ég er ekki eins stressuð og þau eru líka að aðlagast þessu - og okkur kemur afar vel saman!
Kítara stóð sig vel ein heima í dag. Ekkert blautt á gólfi eða neitt þegar Hjölli var búinn að vinna klukkan eitt. Og það er dagamunur á henni varðandi litla leikinn okkar að sækja og finna - hún stóð sig svo vel núna áðan að ég verðlaunaði hana með harðfiskbita. Þá hlýddi hún skipun minni um að fara frá mér - finna "dótið" og koma með það til mín og skilja það eftir hjá mér við skipunina "takk"
Ég er afar stolt móðir - hún er líka bara rúmlega 8 vikna og algjör galgopi enn svo ég er mjög ánægð með árangurinn.
Ég kom við í mjólkurbúðinni áðan - kaupa nesti fyrir grillið á morgun. Verður farið á Orminum kl 19:00 annað kvöld, stoppað einhverstaðar og grillað. Hlakka mikið til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli