Til Akureyrar og aftur heim!!!!!!!!
Góða kvöldið gott fólk!
Vorum að koma heim. Ákváðum kl níu í morgun að brenna inn á Akureyri til að kaupa málningu á húsið. Gott veður, allir vel hvíldir og bara gaman!!
Kítara byrjaði daginn á að fara með mér í sturtu! Var alls ekkert vel við það, enda ætlum við að gera aðra tilraun eftir viku, td var núna ekkert sjampó í dæminu, bara smá skol með sturtuhausnum, bleytt vel í.
Hún stóð sig eins og hetja (as we speak þá er hún að naga tannbursta sem hún stal sér einhverstaðar..) hún semst já tók ferðinni vel, enda ekkert smá leið fyrir svona lítinn kropp. Enda var hún veglega verðlaunuð.
Komum heim til mömmu og pabba, hringdum ekkert á undan okkur, enda var svipurinn á pabba one in a million, hefði átt að vera með myndavél þegar ég kallaði á hann.
Við stoppuðum sama og ekkert á Akureyri, keyptum 100 L af málningu, og fórum í sveitina aftur. Afi og amma eru þar í heimsókn, og var Kitöru tekið sérstaklega vel, nema af Herkúlesi, hún reyndi nebblea að stela boltanum hans, og ég hef aldrei heyrt hundinn urra eins og hann gerði þarna. En hann var samt góður við hana, en greyið varð frekar abbó. En það er lítið mál að blíðka hann, smá "gleypa" og allt er í gúddi aftur. Gleypa er afskurður af kjöti, þe fita og þess háttar, sem honum finnst afar gott. Orðið gleypa kemur af því að hann hreinlega gleypir gúmmulaðið.
Við vorum í kvöldmat i Birkihrauninu, en ákváðum að vera ekkert að gista, okkur langaði heim.
Fínn dagur í dag, allir þreyttir, saddir, sælir og glaðir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli