Halló elskurnar mínar! Við litla fjölskyldan erum komin heim. Sonur okkar er hraustur og hress, hann kom í heiminn 24. desember kl 13:38, var 13 merkur og 50 cm. Fæðing gekk rosalega vel, tók engin verkjalyf, og gekk samt eins og í sögu. Hjölli var ómetanlegur stuðingur og er yndislegur pabbi. Tíkin tók syninum vel, vill bara passa hann og veit alltaf hvar hann er og hvað hann er að gera.
Svo lífið er yndislegt í dag! Rosalega gott að koma heim, og loksins getur maður komið reglu og rútínu á lífið aftur!
3 ummæli:
Frábært að heyra, dúllan mín.
Knúsaðu hund, mann og son frá mér... samt aðallega soninn! :p
Til lukku með litla prinsinn og gangi ykkur allt í haginn. Endilega settu inn myndir af ykkur svo við borgarlubbarnir getum fylgst með.
Kveðja,
Hrund
Velkomin heim dúllurnar mínar, vil fara að sjá myndir knús til ykkar allra
kveðja
Ragga
Skrifa ummæli