fimmtudagur, janúar 13, 2005

Síðan hans Gabríels

hæhæ
ég loksins náði að setja inn síðuna hans og setja á netið myndir af honum. Hérna er slóðin http://gabrielalex.blogspot.com/
Lífið gengur annars sinn vanagang hérna. Þetta er allt að komast í réttar skorður. Ég er farin að hvíla mig meira, ég er hætt að stressa mig á öllum mögulegum hlutum sem varða barnið eða bara öllu almennt. Er td ekkert að stressa mig á að skólinn er byrjaður. Eða er að byrja, eitthvað af fyrirlestrum komið inn. Byrjaði í þessari viku. Ég sá að helmingurinn af fólkinu sem var með mér í náminu fyrir áramót er hættur. Td gaurinn á Breiðdalsvík er ekki skráður, svo ég er ein hérna fyrir austan. Reyndar hef ég suma grunaða með að hafa sagt sig úr áföngunum fyrir prófin, því nokkrir voru alveg hættir að sjást á msn eða umræðuþráðunum.
Skítakuldi hérna núna, ef það er smá vindur þá er ekki hægt að vera úti.
Annars er lítið í gangi. Ég er afar dugleg að fara yfir Friends þættina mína. Það er svo þægilegt að henda þeim á í TV tölvunni þegar maður er að fóðra guttann (á nóttu sem degi) fljótlegt og þægilegt. Já maður hefur oft þakkað fyrir Friends.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

If I knew Strangenese I would probably say "Cool!" or "That's stupid". But I know English, a bit of French and Pielandish. So I will say "What the frigg does that mean?" (I AM CANADIAN!)