þriðjudagur, maí 20, 2003

Jæja - núna er ég að fara og skutla Val, hann fór ekki í gær vegna veðurs. Og við Hjölli ætlum að nýta ferðina og kíkja á áfangastjórann í ME, athuga hvað við getum bætt á okkur í námi. Verð að segja að ég hlakka mikið til að setjast á "skólabekk" aftur. Þó svo að "skólabekkurinn" sé fyrir framan tölvuna mína. En eins og mamma segir (og hafa þær ekki alltaf rétt fyrir sér?) þá sit ég mikið fyrir framan tölvuna og ágætt að ég fari að nýta tímann þar í eitthvað uppbyggilegt..... hmm hvað ætli hún hafi átt við með því?? Kannski less Morrowind og more lærdómsríkt.... kemur í ljós hvað verður.

Engin ummæli: