föstudagur, maí 23, 2003

Jæja - var að koma heim aftur. Skrapp upp í skóla í atvinnuviðtal. Þar sótti ég um 2 störf, annað sem stuðningsfulltrúi sem mér líst betur á og svo sem starfskraftur í skólaseli. Smellti þar inn umsókn og ferilskránni minni. Þetta byrjar náttlega ekki fyrr en í haust en það er fínt, vinna í kaupfélaginu í sumar og fara þarna í haust. Einnig er þetta ekki 100% starf sem mundi henta flott með skólanum. Fæ ekki að vita niðurstöðu fyrr en eftir hvítasunnu. Það er það sem mér finnst svo pirrandi við að sækja um svona; biðin eftir svari. Svo fær maður neitun og maður verður sár og svekktur. Ég er annars í smá "down" skapi núna. Var stungin í bakið af eigin tilfinningum rétt áðan. Þórhildur skólastjóri bauð mér í kaffi sopa á skrifstofunni með hinum kennurunum að spjalla. Þau voru að fara í gegnum póstinn og í honum voru BT bæklingur, sem skiptir mig engu máli, en þarna var einnig Heiti Potturinn frá ATV. Sá sem ég var alltaf eitthvað með puttana í. Lærði hann alltaf utanbókar til að geta svarað viðskiptavinum okkar og beint símtölum í réttan farveg. Hann var partur af mínu gamla starfi. Ég fékk hnút í mallann. Hélt ég væri komin yfir það að vera ekki að vinna þar lengur, en svo er greinilega ekki. Ég sakna þannig séð ekki vinnunnar sem slíkrar, en ég sakna rosalega hóps af fólki sem ég var að vinna með. Var að tala við einn sölumanninn á msn í gær. Það er allt rosalega breytt, kannski er bara gott að ég sé ekki þarna lengur. Þetta er í raun ekki sama fyrirtækið og ég byrjaði að vinna hjá. Kannski er ég bara svona "blue" akkúrat núna því ég er á þessu mánaðarlega. Vona það.

Engin ummæli: