Ahhhh, var að koma heim, eða fyrir ca klukkutíma. Er dauðþreytt núna.
Gistum á Eskifirði í nótt. Fórum semst og settum niður kartöflur, og fórum svo á sjóinn eftir kvöldmat. Brilliant veður, algjör snilld. Einu hljóðin sem við heyrðum voru niðurinn í fossinum fyrir ofan Hvamm og gargið í múkkunum sem vonuðust eftir nasli úr fiskinum sem við vorum að veiða.
Svo sofnaði maður þreyttur og ánægður, manni leið alveg rosalega vel eftir allt sjávarloftið.
Vöknuðum snemma og út á sjó aftur. Náðum í tindabykkjur og þorsk. Tindabykkjan kom á línuna sem við lögðum í gær, línan var ætluð fyrir þorksa en hún þessi gráðuga vildi endilega vera með. Fórum aftur út eftir hádegi. Náðum þá í enn meiri þorsk, ýsu og rauðsprettu....
Og núna er ég komin með freknur á enni segir Hjölli. Við erum bæði ekkert smá útitekin eftir þessa stuttu veru á sjónum í gær og í dag. Þetta er alveg frábær útivera, manni líður ekkert smá vel á eftir, sérstaklega þegar maður þarf að slást við stóra sterka þorska á veiðistöng, algjðr snilld!
Og þegar við Hjölli komum heim áðan var glæný ýsa og glæ nýr þorskur settur í pott með böpplum og íslensku smjöri, og við átum eins og hakkavélar. Algjört lostæti.
Ég ætla núna (nýbúin í langri og heitri sturtu) að hita mér gott te, og koma mér vel fyrir í stólnum mínum í stofunni, og láta fara roooosalega vel um mig.
Heyrumst síðar :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli