Jæja gott fólk.
Þá er ég búin að skrá mig í skóla!! Þeir eru með deild sem er kvöldskóli í gegnum fjarfundarbúnað hérna í grunnskólanum. Samt fer mest öll verkefnaskipti og þessháttar fram á netinu í gegnum mína einka tölvu.
Og núna er ég skráð í Ísl 212, saga 212, nátturufræði 212 og stærðfræði eitthvað, svo er ég skráð í ensku og dönsku stöðupróf. Þetta er fínt til að byrja með.
Mér líst mjög vel á þetta, það er kennt þarna 3 kvöld í viku, 2 timar í senn.
ATH ATH ATH kl 23:55 átti Linda frænka mín litla stelpu!! Til hamingju Linda og Diddi!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli