Sunnudagur... enn einn sunnudagurinn. Mér líkar ágætlega við sunnudagana. VIð erum í pásu við að horfa á Tuxedo, með Jackie Chan. Náðum í hana af netinu. Er í óða önn við að leyfa minni að möndla þetta í rólegheitunum, er að ná í Friends seríu 9. Hef ekki séð 1 þátt af þeim vegna þess að ég er ekki búin að vera með Stöð 2 síðan þeir byrjuðu þar.
Og hún Birgitta varð í 9. sæti. Ágætt finnst mér.
Tengdapabbi kom í heimsókn í gær, færandi hendi með öl og rauðvín. Hjölli eldaði dýrindis kjúkling, og við áttum rólega og notalega kvöldstund. Ekkert júróvísíon partý hérna.
Einhverjir hafa verið að djamma því Vési hringdi kl eitt í nótt. En sennilegast var hann að halda upp á afmælið sitt.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN VÉSTEINN!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli