sunnudagur, maí 04, 2003

Jæja - sunnudagurinn rennur upp - afmælisdagurinn hennar mömmu TIL HAMINGJU MEÐ DAGNN ELSKU MAMMA MÍN!!! Bara fúlt hve "kúkurinn" nær aldrei að keyra á veggi. Þeir sem fylgjast með Formúlunni skilja hvað ég á við.
Á föstudaginn endurinnréttuðum við baðherbergið okkar, núna er ég með nýjustu og heitustu innréttingarlínuna frá Baghdad.
VIð ætluðum að fara að henda upp loftinu því loks fengum við píparann til að klára, og þá fóru flísarnar að hrynja, semst komnar á siðasta snúning. Æði.... eða þannig, þetta var ekki beint á áætluninni okkar. Svo við máttum byrja og rífa niður allar flísar og þurfum semst að púnga óáætluðum fjárhæðum í nýtt á veggina.
En ég verð að líta á björtu hliðarnar, ég fæ þá fallegt baðherbergi í staðinn, og einn stór kostur við herbergið er að það er pínulítið - svo engin stórútgjöld í fermetrafjölda þar.
Þannig að í gær - fórum við í sund í Djúpavogi, alveg snilld, klukkutíma akstur en vel þess virði því pottarnir þar eru snilld. Ég hafði aldrei komið þangað áður og skemmti mér vel við að rúnta þetta.

Engin ummæli: