Biluð rigning!!! Hef ekki lengi séð svona rosalega rigningu!! Enda fór ég ekkert út í dag. Hafði það náðugt í stólnum mínum með bókina mína. Leyfði Val, vin okkar, að nota tölvuna í dag. Hann fer sennilegast aftur á sjóinn á morgun og kemst þá ekkert á netið, svo ég aumkað mig yfir hann. Ég reyndar átti afar erfitt með að halda mér frá því að rífa vélina af honum því Morrowind er hryllilega ávanabindandi.... ég er á svo skemmtilegu missioni núna.
Annars heppnuðust dagsverkin vel á þriðjudaginn, nema ég bakaði súkkulaðibitakökur í stað skúffukökunnar.
Við sóttum Val á fimmtudaginn, kíktum aðeins inn á Eskifjörð í leiðinni.
Bakaði brauð og skúffuköku handa strákunum á föstudaginn, og það var kaka í lagi. Ákvað að nota tvöfalda uppskrift, og hún stóð helmingi stærri upp úr skúffunni, geggjað gómsæt í þokkabót!! Og gerði tilraun með bolludeigið, bakaði brauð í formi úr því og viti menn - það heppnaðist meiriháttar vel hjá mér, kom flottur brauðhleifur úr þessu; sólþurrkaðratómatabrauð! (fyrir nokkrum árum hefði ég aldrei trúað þessu)
Annars var föstudagurinn algjör snilld. það var svo gott veður að ég gat ekki fengið það af mér að vera í tölvunni, heldur fór út með bókina mína og kaffibollann og las. Gleymdi mér og brann smá, á nebbanum, bringunni og á öxlunum. En ekkert til að hafa ahyggjur af, er bara útivistarsælleg núna :D
Kíktum á barinn, já á barinn, þann eina sem er hérna. Og viti menn, það voru nokkrar hræður. Kannski vegna þess að það er fólk í bænum vegna 2 stk jarðarfarar og 1 stk brúðkaups. En þetta var ágætis tilbreyting.
En ég líka nýt mín ákaflega vel með einn kaldan í tölvunni....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli