fimmtudagur, maí 22, 2003

Góða kvöldið mín kæru!
Afskaplega rólegt og notalegt kvöld. Er með kertaljós, smá öl og sit við tölvurnar mínar. Datt í hug að leyfa ykkur að njóta þess með mér.
Var í dag að taka "Tobba" í gegn, þe ferðatölvuna okkar, og nú malar hann eins og köttur og er þvilíkt sprækur þegar verið er að nota hann. Hjölli var að sýna mér tökin á þessum gjörning, enda hafði ég aldrei gert þetta áður. Kominn tími til að læra þetta almennilega.
Svo er því lauk, fór ég í langa, góða, heita sturtu. Loksins getur maður farið í sturtu án þess að skrúfa fyrir heita vatnið á milli þvotta. Við erum komin með 150L neysluvatnskút í staðinn fyrir þennann litla 25L og það er sko munur á þessu. Áður fór maður undir og bleytti sig, skrúfaði fyrir heita á meðan sjampóað var, skrúfað frá, skolað, skrúfað fyrir, hárnæring og sápa, skrúfað frá, skolað og þar með var heita vatnið búið. Svo þurfti Hjölli að bíða í allavega klukkutíma svo hann kæmist á meðan geymirinn væri að fyllast aftur. En nei ekki lengur, núna er engin bið og allir sáttir og hamingjusamir:D
Það er svo rólegt hérna, smá myrkur úti, kertaljósin gefa herberginu mínu þægilega birtu. Og það heyrist ekki í neinu fyrir utan, enda held ég að fuglarnir séu að spara raddböndin fyrir morgundaginn. Gæti ekki verið meira afslappandi, enda held ég að ég bjóði góða nótt núna.

Engin ummæli: