mánudagur, maí 19, 2003

Ekki er að skána veðrið!!! Nema það kannski rignir ekki alveg eins heavy akkúrat þessa mínútuna. Í gær þegar ég var að fara að sofa heyrði ég í þresti, sem var að sperra sig og söng svona líka rosalega, sá hann í anda með allar fjaðrir ýfðar og bringuna útþembda. Hann sperraði sig ekki svona í gærmorgun, heldur hafð heyrst í honum eitt og eitt píp, afar geðvonskulegt.
En ég er allavega komin á fætur og komin í kaffið. Vaknaði við flugu, sennilegast randafluguhlussu sem var í því að nöldra og klessa á gluggann í svefnherberginu. Á minni lífsleið hef ég aldrei séð eins margar randafluguhlussur, þær eru á stærð við þumalputtann. Og alltaf er ég að mæta þeim hérna inni hjá mér og henda þeim út. Flestar eru svo asnalegar, eins og þær séu nývaknaðar, eða alveg að drepast. Nema þetta sé alltaf sú sama, veit ekki...??
Erum að fara fljótlega að leggja af stað upp á Reyðarfjörð, skutla Val í veg fyrir farið hans á Bakkafjörð.
Þetta er búið að vera ágætt, rólegt og gott. Nema grillið klikkaði.

Engin ummæli: