Góðan daginn og gleðilegan mánudag!!
Hvað finnst ykkur um að Ingibjörg Sólrún hafi ekki komist inn?? Ég hugsa að ég fari lítið að tjá mig um þetta hérna. En ég sem hef aldrei haft snefil af áhuga um þetta og aldrei lagt mig fram í að læra hvernig þetta allt virkar, þá horfði ég á útsendingu RÚV á kosningarnóttina, sem var bara mjög skemmtileg. Og þar lærði ég undir dyggri stjórn Boga fréttamanns hvernig þetta fer allt saman fram. En þetta með Ingibjörgu Sólrúnu, kannski hefði hún átt að komast inn og 1-2 í viðbót (þá helst á kostnað Sjálfstæðisflokksins) og myndað samstarf með Framsókn, þá hefði þetta verið súper, ekki það að Ingibjörg hafi fengð mitt atkvæði.
En nóg um það, nóg um pólitík, það er einmitt það sem kemur fólki til að verða ósátt og fara að rífast og skapar illindi. Kosningar eru búnar, og svona er þetta, sárt en samt.
Við hjónaleysin vorum róleg þetta kvöld. Fengum ekkert af þessum gestum sem höfðu boðað komu sína, sumir höfðu ekki einu sinni fyrir því að láta vita af því að það þyrfti ekki nað ná í þá á Egilstaði, mér fannst það frekar slæmt, því ég planaði daginn með því hugarfari að kl fjögur þyrfti ég að fara og ná í fólkið. Hinn gesturinn á laugardaginn, held ég að hafi hreinlega verið orðin svo fullur að hann hafi ekki verið alveg með á nótunum um stað og stund hverju sinni. Hann er ekki svo langt undan enda vonumst við eftir því að hitta hann núna í vikunni. En við áttum til öl og höfðum það bara gott og rólegt. Sátum reyndar í sitthvoru herberginu nær alla nóttina. Hann á sko nýja Eve Online leikinn, nýja flotta netleikinn, og núna situr hann nær öllum stundum og spilar. Gott að hann hafi gaman að einhverju. Ég er núna að verða húkkt á Morrowind, er að klára Arx Fatalis, er svolítið stopp í honum, missti áhugann, las 15 bækur í Ísfólksseríunni, asnaðist til að setja Morrowind í og athuga hvort tölvan mín vildi spila hann og "voila" rann í gegn eins og tölvan hefði aldrei séð hann og hikstað yfir honum áður.
Annars er ekki mikið að frétta af okkur hérna. Erum að vinna í baðherberginu. Settum upp loftið á miðvikudaginn. Ákváðum að fara ekki út í mikinn kostnað við það núna, því það er lítið og okkur langar til að stækka það fljótlega. Svo þá er gott að vera ekki búinn að eyða fúlgu í veggefni og þessháttar. Ætlum að múra og mála, setja upp spegla og gera það snyrtilegt, engar flísar núna.
Er að verða meistari í brauðbakstri, keypti td um daginn sólþurrkaða tómata og setti í - alveg snilldar gott. Hjölli vill helst ekki kaupa brauð núna, vill bara þetta sem ég baka. Ég er ekkert á móti þvi, það er einfalt að baka þetta, fljótlegt, og ódýrt.
Og hér er rok og rigning, eins og ég hafi pakkað R-víkur veðrinu með mér og hafi sleppt því lausu í dag, svo lítið bæri á.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli