Og mánudagur enn og aftur...
Og í kvöld byrja ég í skólanum! Hlakka svolítið til - held að mig minnir að ég sé í skólanum mán. þri og fim. og mig minnir flest kvöldin til tíu. Stundum eru eyður á milli - en þá er nú gott að vera að vinna á svæðinu - get þá farið í mína aðstöðu og lært meðan beðið er - eða hangið á netinu :D
Málningin er komin í leitirnar. Einhver á Reyðarfirði bað bílstjórann sem kom með þetta að skutla þessu yfir til Fáskrúðsfjarðar - en enginn vissi neitt og hún, semst málningin, er búin að liggja hérna hjá Flytjanda síðan á fimmtudaginn!! Ekkert hringt í okkur þaðan og ekki neitt!
En hún er allavega fundin og málarinn hérna er svo næs að hann ætlar að lána okkur háþrýstivélina til að smúla gömlu málninguna af húsinu - mér finnst það frábært af honum!!
Í gær vorum við í algeru letikasti - lágum fyrir framan imbann í allan gærdag og pöntuðum svo pizzu í kvöldmat - nenntum ekki að gera neitt. Sem er líka allt í lagi svona stundum.
Maður er þá allavega afslappaður og óþreyttur í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli