sunnudagur, maí 02, 2004

Sunnudagur að kveldi kominn

Og það er hávaða rok úti, með nokkrum snjóflyksum sem feykjast út um allt en ná ekki að staldra við neinstaðar - sem er kannski bara ágætt. Nenni ekki að fá hvíta jörð eina ferðina enn.
En ég er búin að vera mjög dugleg þessa helgi. Tók íslenskuna með trompi í gær, og enskuna í dag auk þess sem ég fór aftur yfir glósurnar og áherslupunktana úr íslenskunni.
Fór tvisvar sinnum með tíkina á langa og góða göngu í dag, annað skiptið þá gengum við út fyrir bæinn. Kannksi af illri nauðsyn því bíllinn minn er alveg við að verða bensín laus og þar sem ég fæ ekki laun fyrr en á morgun þá verð ég bara að bíða róleg. Og seinni partinn þegar ég var komin með nóg af lærdómi þá slógumst við í för með Hafdísi og Jeltsín.
Og svo auðvitað gat ég ekki sloppið við óheppni í þessari viku frekar en venjulega - en gleraugun mín duttu í flísarnar inni á baði og brotnaði annað glerið - frábært eða þannig.
Og svo auðvitað - þar sem það er sunnudagur þá er að sjálfsögðu glötuð sjónvarpsdagskrá hjá RÚV.