jámm, loksins fékk ég einhver svör frá netklúbbinum! í meilinu stóð orðrétt: "Verið er að vinna í að senda út mörg þúsund miða, og biðjum við um að fólk sýni okkur biðlund, miðarnir munu berast á næstu vikum." Svo ég hugsa að ég geti þá andað léttar og beðið eftir miðunum mínum - já Jóhanna - þetta lítur allt vel út!!
Annars var dagurinn ok. Reyndar hneykslaðist ég á einu foreldri í dag þegar barn þess var nestislaust í selinu. Ég þarf alltaf að hringja og minna á nesti barnsins, og í dag byrjaði ég á að hringja snemma til að þau myndu nú örugglega mæta tímanlega með nestið þe fyrir kl þrjú. En nei, enginn svaraði í neinu númeri, svo þegar klukkuna vantaði 20 mín í fjögur þá loks hringir mamman, þá til að tala um allt annað en nestismál, "æ bara hreinlega gleymdi þessu" - come on!!! Barnið þurfti að sitja og horfa á hin börnin borða nestið sitt, og ég í öngum mínum því það var ekki einu sinni til neitt til að lána barninu í nesti, mér finnst þetta hræðilegt að gera svona, að klikka á svona hlutum!!!
Mergjað veður, spegilsléttur fjörðurinn í morgun og glampandi sól. Ætlaði varla að tíma að fara inn úr labbó í morgun. Rok núna seinnipartinn, svo við þrjú vorum stutt í labbó.
Við Hjölli tókum spilið Secuence, hmmm, hann vann mig í 3 skipti af 5.... en það gengur bara betur næst.. he he he he. Við keyptum þetta spil til að æfa okkur þar til við hittum Kalla og Raggý næst, reyndar spilum við Raggý þá alltaf saman í liði og rúllum upp köllunum okkar - Great minds think alike!!!
1 ummæli:
Jei!!! Ég hafði nú svosem aldrei miklar áhyggjur :D
Skrifa ummæli