Já elskurnar mínar - ég biðst afsökunnar á hve illa og seint ég blogga til ykkar - mínir dyggu lesendur.
Og til að svara fjölda áskoranna þá hef ég ákveðið að setja inn nokkrar línur.
Jamm prófunum lauk sl mánudag og gekk bara alveg ágætlega - gæti meira að segja náð öllu.
Sama dag kom Hjölli heim - sem gæti kannski gefið ykkur smá skýringu af hverju ég hef ekki verið alveg límd við tölvuna. Eða kannski segi það ekki - ekki á þann háttinn - heldur er ég búin að vera límd við að skrúfa sundur og setja saman tölvu - já há ég á nýja tölvu - ligga ligga lá lá. Hjölli færði mér uppfærslu þegar hann kom heim og er ég að fíla nýja dótið mitt í tætlur!!! Og þar af leiðandi er ég að skemmta mér í botn við að spila Morrowind í nýju græjunni - get loks keyrt leikinn í hæstu upplausn mögulega og með alla grafísku skuggana og lengdarpunkta og alles!!!!
Já hlutirnir hafa breyst talsvert aftur. Kítara er alveg himinsæl með þetta. Og ég tel niður vinnudagana. Til að verða ekki atvinnulaus þá athugaði ég um vinnu á frystihúsinu og fékk þar inni. Það er ágætt - allavega betur borgað en í skólaselinu og í Sparkaup. Auk þess er unnið frá sjö til þrjú - með góða möguleika á yfirvinnu sem ættu að fita veskið smá vegis.
Ég gæti átt miða á Metallica tónleikana - en er ekki alveg búin að fá það staðfest - né að fá þá í hendurnar...
Svo á vinkona mín afmæli 4 mai, og önnur á afmæli 5 mai, sú fyrrnefnda er 30 svo það er stórafmæli - en manni hefur nú ekki verið boðið í neina veislu enn - svo maður er ekkert að fara að gera neinar ráðstafanir....... (hint hint)
Keyrði nokkra bekkjarfélaga mina í gær - það var samkoma á Breiðdalsvík hjá öllum sem komu að fjarfundarkennslunni í vetur. Bæði kennarar og nemendur. Var virkilega gaman að sjá fólkið í eigin persónu, varla að maður þekkti allt. En þetta var mjög gaman, rólegt og yfirvegað. Mikið góður matur, og sungið. Keyrðum síðan heim um miðnætti - en þetta er um 40 mín akstur.
Svo er júróvision í kvöld, en ég er svo skrýtin að ég hef aldrei verið neitt afar spennt fyrir þessu. En ég keypti mér Maruud Spro Mix til hátíðabrigða - og þar sem það er nammidagur þá er það alveg leyfilegt!!
Love ya all
Engin ummæli:
Skrifa ummæli